Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 148
144
BÚNAÐARRIT
sem flest af þeim hvert með öðru; við það verður hit-
inn fremur mátulega mikill, en án þess er hætt við að
hann verði annaðhvort of eða van.
Það má komast af með mjög ódýra vermireiti.
Kostnaðurinn þarf ekki að vera að kalla neinn annar en
sá, sem liggur í gluggunum. Áburðinn þarf ekki að
reikna að miklu. Hann verður ekki ónýtur, þó hann
liggi í vermireitunum einn sumartíma. Hann brennur
ekki, þó allmikið hitni í honum. Að vísu er ekki hægt
að nota hann aftur í vermireiti, en það má nota hann
handa ýmisiegum gróðri i garðinum og hann er ágætur
handa stofublómum.
Útbúnaði vermireitanna er hagað eftir því, hve mik-
inn hita þeim er ætlað að framleiða, og ennfremur
og ekki sízt eftir því, hve snemma á að fara að
nota þá að vetrinum eða vorinu. Það væri náttúrlega
nóg að gera með vermireiti, sem búnir væru til að
vetrinum snemma í marz, einkum þó í kauptúnum eða
í grend við þau, þar sem auðveidlega má seija garðjurtir
tímanlega að sumrinu, en slíkir reitir útheimta svo mikla
nákvæmni, bæði við útbúnað og dagiegt eftirlit, að það
er tæplega fyrir óvaninga að hafa slíkt á hendi.
Að almennustum og beztum notum munu þeir
vermireitir koma, sem búnir eru til seinni hluta apríl-
mánaðar, og lýsing sú á fyrirkomulagi þeirra, sem hér
fer á eftir, verður miðuð við það.
Ef ekki þarf að taka tillit til útlits vermireitanna,
heldur eingöngu notanna, sem af þeim má hafa, þá
mega þeir vera mjög einfaldir, og þá væri líka bezt að
hafa þá einhversstaðar að húsabaki, en þó auðvitað blas-
andi móti sói.
Ef gera skal reit fyrir 3 glugga, skal grafa gryfju
2 m. breiða, 4 m. langa og 50 cm. djúpa. Bezt er að
gera þetta að haustinu og láta þá í hana moðrusl eða
gamalt hrossatað, svo gryíjubotninn haldist þíður um
veturinn.