Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 149
BÚNAÐARRIT
145
Þegar byrja skal á því að vorinu, að búa út vermi-
reiti, er þessum hitamyndandi áburðarefnum safnað saman
og þau lögð í lög í haug skamt frá gryfjunni. Sé mikið
af heyruddanum, og hann nokkuð þur, og áburðurinn og
þangið ekki vott, er venjulegt að bleyta ruddann með
vatni, helzt volgu. Hálmur er mikið notaður í vermi-
reiti; hann er góður þur með blautum áburði, en að
öðrum kosti má væta hanr.. Þetta er látið vera í haugn-
um nokkra daga, þangað til kominn er í það nokkur
hiti, þá er rusiið í gryfjunni tekið úr henni, en í stað
þess látinn í hana þessi nýi haugur. Er þá látið sem
jafnast hvað með öðru: hrossatað, heyruddi, þang o. s.
frv. og þjappað saman með kvíslinni. Með þessu er
gryfjan fylt, og kúfur gerður upp af og út á barma alt
um kring. Hæð bingsins frá gryfjubotni er látin vera
um 75 cm. Sé vermireiturinn búinn til fyr en gert er
ráð fyrir hér að framan, þá er biugurinn hafður hærri,
svo hitaframleiðslan verði meiri. Breiddin á reitnum er
þá líka helzt höfð dálítið meiri.
Nú þarf að vera til grind fyrir 3 glugga, eins og
gryfjan er ætluð til. Er hún slegin saman úr 25 cm.
breiðum borðum, 4 cm. þykkum. í hornum grindar-
innar komi stólpar til stuðnings, er bezt er að nái um
8 cm. niður úr grindinní. Grindin er höfð 1,50 m. breið
og 3,30 m. löng. Grindinni er skift i þrjá jafna parta
með tveim þverrimum, sem eru til stuðnings og liggja
undir samskeytum glugganna.
Grindin er nú lögð ofan á hauginn og hagrætt þannig,
að hún halli mót suðri, þó haugurinn sé flatur að ofan.
Til stuðnings gluggunum standa tveir litlir klampar upp
af ytri brún grindarinnar á þeirri hliðinni, sem lægra
stendur. Nú er hlúð að grindinni með áburði eða rusli
bví, sem lá í gryfjunni um veturinn, gluggarnir látnir yfir
ög byrgðir með mottum eða pokum.
Gluggarnir eru 1,50 m. á lengd og 1,10 m. á breidd.
Aðalgrind þeirra er gerð úr 5 cm. þykkum plönkum,
10