Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 152
148
BÚNAÐAREIT
Gefa þarf góðar gætur að því, að plönturnar vanti
ekki vatn, en ekki er hægt að segja neitt ákveðið um,
hversu oft skuli vökva; fer það eftir hitanum og vexti
plantnanna. Aðgætinn maður kemst fljótt upp á að sjá
það, hvenær plönturnar þarfnast vatns. Venjulegast er
það, að vökva þarf í vermireitunum einu siuni á dag,
þegar hlýtt er í veðri; er rétt að gera það fyrri hluta dags.
Plöntur, sem eru ný-gróðursettar í vermireit, þola
ekki sterkt sólskin; þarf því nokkra daga að skyggja fyrir
sólskinið meðan svo stendur á.
Arfinn getur ósköp vel vaxið í vermireitum, og
segir það sig sjálft, að ekki má láta hann fá ráðrúm
til þess.
* *
¥
Undanfarin ár hafa altaf verið gerðar meiri og
fleiri kröfur um vellíðan, og jafnframt hafa vaxið erfið-
leikarnir á því, að standast útgjöldin. Það hefir því
aldrei verið meiri þörf á því en nú, að finna einhver
ráð til þess að auka tekjurnar, og þá um leið að fá
menn til að framfylgja þeim ráðum. Þetta ráð, sem
hér hefir verið bent á, að auka framleiðslu matjurtanna
með því að rækta þær í vermireitum, þykir sumum ef
til vill smávægilegt. Það hættir mörgum við að vera
svo stórhuga, að vilja ekki sinna öðru en því, sem von
er um að gefi mikinn og fljóttekinn arð, og mun það,
eitt með öðru, vera orsök þess, hve atvinnuvegirnir eru
fábrotnir hér á landi. Til eru þó margir menn, sem
komist hafa áfram og efnast, þótt efnalausir væru í byrjun.
Mun auðvelt að færa sönnur á það, að flestir þeirra hafa
efnast smátt og smátt, og að undirrótin að þeirra vel-
megun er nýtnin og hagsýnin.
Góð mjólkurkýr hefir lengi verið talin einhver bezta
búmannseign, og sumir eru þeir, sem viðurkenna það,
að góður matjurtagarður megi sömuleiðis kallast svo,
og vonandi fær sú skoðun fljótlega meira gengi.
Garðræktin þarf að aukast, og hún þarf smátt og