Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 173
BÚNAÐARRIT
169
útbúnað, og margt má nota í hann, gamla staura litils
nýta, er gætu staðið kyrrir i túninu ár frá ári. Hent-
ugri væru hreyfanlegir staurar. Viða mætti þurka töð-
una fyrst, og síðar úthey á sömu hesjunum, þar sem
það er flutt vott heim á tún.
Sumstaðar mætti nota gaddavírsgirðingar i kring-
um tún fyrir hesjur, og hvað segja menn um að nota
hesjur t. d. í Safamýri og á öðrum þeim stöðum, sem
nóg er gras, en ilt um þurkvöll?
Norskur timburkaupmaður, S. A. Waardahl að nafni,
sem á heima í Mandal, heflr boðið mér hesjustólpa, eins
og þeir gerast í Noregi 8 feta langir og 1V*" i topp að
þvermáli (smágildna niður), fyrir um 45 aura stólpann í
Borgarnesi, og mun vera hægt að fá þá fyrir þetta verð
á öllum þeim höfnum, er „PJora“ kemur á hór við land.
Norðmenn nota lika mikíð galvaníseraðan, mjóan
(2 mm.) járnþráð nr. 15. Ein rúlla af slíkurn vír er
um 1300 metra á lengd, vegur 25 kg., og kostar hér á
höfnum um kr. 7,50. Er það óvanalega hátt verð. En
vír hefir stigið mikið i verði, og svo bætist við farmgjald
og annar kostnaður.
Geta má þess, að sumir eru hættir að nota þennan
vir, en nota í hans stað gilt, tjöruborið seglgarn, senr
er alveg sérstaklega tilbúið í hesjuþræði. Þykir þeim
vírinn ekki nógu endingargóður. Vill hann ryðga og
slitnar þá. Bútarnir detta i heyið, og heyskurðarvólin,
sem Norðmenn nota, bútar þá enn þá smærra. Þessa
smábúta gleypa svo gripirnir í heyinu, og geta þeir
valdið slysum.
Hirðing.
Nú er heyið orðið svo vel þurt, að það er álitið
hirðandi eftir ástæðum. Er þá sjálfsagt að binda eða
aka því heim í hlöður eða hey sem fyrst. Ilefir það ekki
eftir neinu að bíða nema að sólbrenna að utan og skemm-
ast í botninn. Þó tel eg rétt eftir atvikum að safna