Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 174
170
BÚNAÐARRIT
fyrir talsverðu heyi og nota þurkinn sem bezt; ná heyi
upp í sæti, þurka og jafnvel slá í þurkinn, því oft er
fullgott bindingsveður, þó ekki sé þurkur.
En því er nú ver. Ekki er ávalt hægt að hirða
vel þurt hey, og þá er hætt við stór-skemdum, skemd-
um sem koma af myglu og fúa í heyinu, eða of mikl-
um hita og jafnvel bruna, skemdum sem hlaupa á þús-
undum króna árlega hér á landi.
Hiti i heyjum. Orsakir.
1. Hrátt liey andar. Fyrsta og aðal-ástæðan er
sú, að þegar illa þurt hey, „hrátt“ hey, er látið saman
i hey eða hlöðu, er svo mikið af lifandi frumum í hey-
inu, sem enn þá anda, þ. e. a. s. þær anda að sér súr-
efni loftsins, líkt og dýrin gera, súrefnið gengur i sam-
bönd við næringarefni jurtanna, en við það eyðast þau,
en hiti framleiðist.
Þessi hitaframleiðsla er því meiri, því meira sem
er af lifandi frumum í heyinu. því „hrárra" sem það er,
blaðrikara, snemmslegnara og næringarefnaríkara; þó
getur hit.i, sem fram kemur við öndun frumanna, aldrei
orðið mjög hár, vegna þess að heyfrumurnar deyja við
45—50° hita.
En einmitt af því, að súrefni loftsins heldur við
hitanum, efnabrunanum, eykst hitinn eðlilega, ef loft
nær að leika um heyið, þar sem ekki var nóg loft fyrir,
eins og þegar aska er tekin ofan af földum eldi.
Þess vegna eru „strompar" og smágeilar, grafnar i
stór hey eða hlöður, hitaorsakir, en ekki hitaverjur eins
og alment er álitið.
2. Strompar. Það er allvíða siður hér á landi,
að búa til strompa í heyin um leið og tekið er á móti
því, til þess að verjast hita. Er t. d. tunnum raðað
strax á gólfið og svo smá-dregnar upp jafnóðum og
hækkar í hlöðunni. Þetta hefl eg reynt hér á Hvanneyri.