Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 180
176
BÚNAÐARRIT
eg grjótið ofan af heyinu og reif það upp. Var þá mest-
ur hluti þess mjög dökkrauður og stórskemt orðið. Að
visu var það mjúkt og hélt sér enn. Hinumegin í hlöð-
unni voru bríkurnar tæpir 2V2 m. á breidd. Þar hitn-
aði miklu minna af samskonar töðu, nema helzt um
stoðir, þar sem lausast var, og loftið hafði beztan aðgang.
Þessi tilraun mín er annars lítils virði. Hún sýnir
það að eins, að 150 pd. áferfet er alt of litið. Spurningin
er því sú sama áfram: Er hægt að verjast hita, og
jafnvel kæfa hita, með nægjanlegu fargi? Og hversu
mikið þarf það þá að vera?
Gott væri, ef einhverjir vildu gera tilraunir, eða
skýra frá reynslu sinni, hati einhverjir reynt þetta.
Þykir mér mjög ósennilegt, að ekki megi verjast hita
með nægjanlegu fargi, sé það látið nógu snemma, helzt
áður en hiti er kominn í heyið. En ekki inun þýða að
byrja með minna en 300 —400 pd. á ferfet, eða eins og
allra mest er látið á þyrkingslegt vothey.
7. Þunnar bríkur. Það er gott að láta illa þurt
hey, einkum töðu, í þunnar brikur i hlöðu, eða þunn
hey úti fyrst um sinn, og láta svo inn í hlöðurnar þá
er kalt er orðið. Bríkurnar eða heyin mega ekki vera
þykkri en í mesta lægi 2^/s m. (um 4 álnir). Fer
það þó talsvert eftir atvikum.
8. Heymœlirinn. Þá vil eg minnast á eitt áhald,
sem að vísu margir þekkja nú, en er notað ait of lítið
af almenningi. Það er heymælirinn. Eg álít hann eins
nauðsynlegan við heyverkun eins og sjónina fyrir blind-
an mann.
Hann er ágætis-ráðgjafi í óþurkatíð, gerir mann
djarfan og úrræðagóðan, veitir svefn og hvild á nóttum,
segir til þegar hætta er á ferðum, og ver þannig stór-
skemdum, ef við höfum rænu á að færa okkur í nyt
bendingar hans.
Eg vil skýra hér frá litlu atviki, sem kom fyrir
mig, vegna þe3s að mér þykir það lærdómsríkt á ýmsa