Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 183
BÚNAÐARRIT
179
leg hætta á feiðum. Mjög eldnæmar gastegundir hafa
myndast, eins og við kolagerð, og á þeim getur skyndi-
lega kviknað. Gáðu að þvi, að neistar leyriist ekki í
heyinu, sem upp er riflð og út er fleygt.
11. Ef þú átt hitamæli, er þér óhætt að hirða
miklu djarfara, þegar á þarf að halda. Því eg vil full-
yrða, að undir flestum kringumstæðum sé það óhirða
eða klaufaskapur, að skemma verulega fyrír sér hey.
12. Láttu ekki hjá liða að eignast sjálfur eða í
félagi hitamæli. Notabu hann iðulega og hafðu hann
nógu langan.
En þó heymælirinn sé góður, segir hann okkur ekki
heinlínis, hvað fer íorgörðum í heyinu, hvað hitinn
kostar, hversu mikið brennur alveg af næringarefnum
og hversu afgangurinn er tormeltur.
Það þarf ekki að benda á liðin dæmi þessu til
sönnunar, sem auðvitað eru gleymd með þjóð vorri eins
og svo margar aðrar aðvörunarraddir. Hvað segja kýrnar
okkar núna í vetur?
Síðastliðið sumar hraktist taða alment, hér sunnan-
lands að minsta kosti. Auk þess mun hún víða hafa
verið úr sér sprottin, og er það litlu betra. Svo var
hér á Hvanneyri. Gat eg ekki vegna verklega námsins
byrjað slátt fyr en 1. júlí, en hefði þurt að byrja um
Jónsmessu.
Þó ekki séu nú mjög mikil brögð að þessu í ár,
hjá því sem oft heflr verið, munar það þó svo miklu,
að kýrnar mjólka 15—20°/° minna en hefðu þær fengið
óskemt hey. Þetta munar mjög miklu, sérstaklega þeg-
ar þess er gætt, að viðhaldsfóður kúnna er 'hið sama,
og fyrstu mjólkuriítrarnir fara til þess að borga það.
Nú er hugsanlegt, að 80°/o af mjólkinni úr fremur
nytlágri kú fari til þess að borga fóðrið, undir venju-
iegunr ástæðum, en 20% átti að vera hreinn ágóði
handa okkur. En hvernig fer þá með þessi 20% og
12*