Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 192
188
BÚNAÐARRIT
krónum, sem fækkun á sauðfé og hrossum hefir bakað
þjóðinni á ýmsum tímabilum af þeim 108 árum, sem
yfirlitið nær yfir.
Þó að fækkun nautgripa hafi vitanlega að miklu
leyti stafað af fóðurskorti, og kýr hafi oft verið skornar
að vorinu fyrir fóðurskort, þá tel eg upp á, að naut-
gripir hafi ekki beinlínis fallíð af hor á næstliðinni öid.
Fækkun nautgripanna stafar sjálfsagt að mestu leyti af
þvi, að kúm hefir verið fækkað á haustin, þegar illa hefir
heyjast eftir hafísavor og vond sumur.
Yfirlit þetta getur auðvitað ekki verið nákvæmt.
Búnaðarskýrslurnar eru sumstaðar ekki nákvæmar, en
önnur áreiðanlegri gögn eru ekki á almanna færi, svo
eg viti. í skýrslurnar vantar fénaðartöluna fyrir all-
mörg ár á fyrri hluta 19. aldarinnar, og stöku ár eftir
það getur þetta valdið því, að fækkun fénaðar, sú sern
yfirlitið sýnir, sé annaðhvort of há eða of lág á sum-
um stöðum. Svo hefi eg sett verð á föllnum fénaði hið
sama á öilu tímabilinu, og er það vitanlega ónákvæmt.
Þess er enn að geta, að fækkun sauðfjár getur hafa
stafað að nokkru leyti af þvi, að menn hafa fnrgað á
haustin meira en vanalega, einkum sett á færri lömb,
þegar illa hefir heyjast. Og svo hefir unglambadauði
getað átt þátt í fækkuninni árið eftir. — Einnig hefir
bráðapest og skitupest stundum átt nokkurn þátt í fækkun
sauðfjár, og fleira getur hafa haft nokkur álirif. Við
yfirlitið er enn fremur að athuga:
1. I yfirlitinu hefi eg ekki talið neinn skaða af
nautgripafækkun, þó hún standi þar. Eg geri ráð fyrir,
að nautgripir hafi ekki beinlínis fallið af hor og heyleysi,
eins og að framan er bent, á. Skaðinn er reiknaður
bara af fækkun sauðfjár og hrossa.
2. Á árunum 1854—1859 hefi eg sett alla fækk-
unina í yfirlitið, og hefi gert ráð fyrir, að helmingur
fækkunarinnar á sauðfénu hafi stafað af fjárkláðanum.