Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 197
BÚNAÐARRIT
193
munir af kúm vegna fóðurskorts, og þetta kemur jafn-
vel fyrir iðulega á hörðum vorum, þó roskið fé falli
ekki.
Til þess að sýna, að sú staðhæfing mín, að lamba-
dauði og annar gagnsmunamissir af eftirlifandi fénaði
og fóður eytt til ónýtis á fellisárum sé miklu meira
virði en fénaður sá sem fellur, muni ekki vera gripin
alveg úr lausu lofti, skal eg benda á fáein dæmi frá
vorunum 1882 og 1910.
Vorið 1882 varð mikill fellir á sauðfé í Saurbæjar-
hreppi í Dalasýslu og í Geiradalshreppi í Barðastrandar-
sýslu, eins og víða annarstaðar á landinu. Vorið 1881
— eftir frostaveturinn mikla — taldist sauðfé alls í
Saurbæjarhreppi 2825 og í Geiradalshreppi 1029, en
vorið eftir eða 1882 er féð í Saurbæjarhreppi talið 1870
og í Geiradalshreppi 655. Árið 1882—1883 fækkaði
fénu ennþá í Geiradal, en ekki í Saurbæ. Mun það
hafa komið af meiri grasbresti í Geiradal en í Saurbæ
sumarið 1882.
Á árinu 1881—’82 fækkaði féð í Saurbænum um
955 kindur, eða um þriðjung af því, sem til var vorið
1881. í Geiradal fækkaði um 374 kindur, eða um tæpan
þriðja part.
Búnaðarskýrslurnar fyrir þessi ár tilgreina ekki ær
með lömbum, geidar ær o. s. frv., hvað fyrir sig, og er
því ekki unt að sjá af þeim, hve mikið muni hafa far-
ist af unglömbum vorið 1882.
Ef maður áætlar, að í Saurbæ hafi verið alls 1150
ær, en sauðir, hrútar og gemlingar 720, en í Geiradal
hafi verið alls 400 ær, en sauðir, hrútar og gemlingar
255, þá mun mega ætla, að í Saurbæ hafi farist 600
unglömb og í Geiradal 250. Eg vissi líka til þess, að
sumir bændur í Saurbæjarhreppi mistu þá flestöil lömbin,
og margir meira en helming. Kunnugur og greindur
maður, sem þá bjó í Geiradal, hefir sagt mér, að þar í
13