Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 207
BÚNAÐARRIT
203
segir Ingvar: „Eittlivert þarfaxta fyrirtœhi eru shoð-
anir þessar, og vafalaust má þahha þeim það, að Svína-
vatnshreppur Jcomst hlahlaust gegnum liarðindin 1881—
’82. En shoðanirnar eru all-vandasamt verh, og ehhi
má hasta til þeirra höndunum“.
Þá er hitt dæmið, sem eg vildi minnast á. Guðjón
alþm. Guðlaugsson, þá á Ljúfustöðum i Fellshreppi í
Strandasýslu, kom á fót 1887 samtökum um heyja og
gripa skoðanir þar í hreppnum. Skoðunarmenn voru 2,
og var Guðjón annar þeirra. Var þeim ætlað að fara 3
eftirlitsferðir um hreppinn á ári — um veturnætur, um
miðjan vetur og seint í maí eða fyrst í júní. í fyrstu
ferðinni voru öll hey mæld, og áætlað hvað á þau mætti
setja. í annari ferðinni voru heyin aftur mæld, og allur
■fénaður skoðaður, einnig umgengni í húsum og hey-
stæðum. í vorskoðun voru heyfyrningar mældar og
fénaður skoðaður. Við aðra og þriðju skoðun voru gefn-
ar einkunnir fyrir hirðingu og útlit fénaðar (kúa, hrossa
-og sauðfjár, hvers fyrir sig) og fyrir umgengni í húsum
og heystæðum. Ásetningseftirlitið tókst svo vel, að jafnan
stóð það að kalla mátti heima, sem áætlað hafði verið.
Það kom nefnil. fram á vorin, þegar mældar voru hey-
fyrningarnar, og séð varð hvað gjafatiminn hafði verið
langur, að ásetningsmennirnir höfðu áætlað svo nett,,
hvað mikið hey þyrfti, að varla skakkaði meiru en 2%.
Eg hefi séð yflrlitsskýrslu Guðjóns yfir 10 ara heyja
og fjár skoðanir í Fellshreppi, sem kom út í sveitablaði
þar í hreppnum 1898, og eftir henni er hér farið. í
niðurlagi skýrslunnar segir höfundurinn: „Hvort þessar
heyja og fjár skoðanir leiði gott af sér eða ekki, um
það ætla eg ekki að fara mörgum orðum, og er það þó
ekki af því, að eg sé á báðum áttum í því efni, heldur
af því, að eg hefi engin mótmæli heyrt gegn þeim hér
í hreppi, sem teljandi séu, og sízt rökstudd mótmæli,
og Þá get eg ekki verið að eyða orðum um það, sem