Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 208
204
BÚNAÐARRIT
allir virðast vera ásáttir um, eða þá treysta sér ekki
til að mótmæla með rökum".
Þessar heyja og fénaðar skoðanir í Pellshreppi og
Svínavatnshreppi sýna, að ekki er ókleift að leysa á-
setningseftirlitið svo af hendi, að það nái tilgangi sínum.
Þær benda þvert á móti greiniiega á það, að heyásetn-
ingseftirlitið mundi fljótt leiða til þess, að heyfyrningar
söfnuðust yflrleitt á öllum góðum árum, og að hirðing
og meðferð fénaðar færi batnandi ár frá ári.
Heyásetningseftirlitið er auðvitað ekki vanda-
laust verk, og ekki niá kasta til þess höndunum
eða velja til þcss menn af handahóli. Og hætt er
við, að fyrst um sinn yrðu vandfundnir vel hæfir menn
til eftirlitsins í sumum hreppum. En það mundi bráðum
lagast, ef áhugi væri lagður á framkvæmd málsins.
Eg skal geta þess, að Guðjón gerði glöggan saman-
burð á fóðurgildi ýmsra heytegunda, eftir fyrirferð og
gæðum, og eftir því í hvernig heystæðum heyin voru.
Einnig samdi hann handhæga töflu, sem sýndi hve marg-
ar teningsálnir af ákveðinni heytegund hver fénaðar-
tegund þyrfti til þess að haldast við í innistöðu um
ákveðinn tíma. En eg skal ekki skýra nánar frá ásetn-
ingsreglum Guðjóns, þó að eg álíti þær sérlega hentugar.
Ef svo skyldi ólíklega fara, að gerð yrði bráðum gang-
skör að því, að koma á almennum samtökum um á-
setningseftirlit og fóðurforðabúr, þá mundi Guðjón verða
fús og manna færastur til, að gefa margvísiegar leið-
beiningar, sem ómissandi væru fyrir þá, sem ættu að
gegna eftirlitsstarfinu. Ætti þá að prenta þær leiðbein-
ingar og útbýta þeim.
Eg hefi heyrt því haldið fram, að ógerningur sé að
veita bændum styrk af landsfé til þess, að sjá búfé sinu
borgið. Það mundi veröa til þess, að taka frá þeim
allan metnað og sjálfljargarhvöt.
Eg kannast við það, að bezt færi á því, að bændur