Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 212
208
BÚNAÐARRIT
fyrir að náttúruöflin geti valdið tjóni, og með því að
bæta tjónið, þegar því verður ekki afstýrt. Menn hafa
fyrir löngu séð það, að ef þetta er vanrækt, þá getur
svo farið, að fjöldi manna verði alt í einu öreigar og
komist á vonarvöl. Þess vegna er það, að útgerðarmenn
tryggja skip síu, kaupmenn vörur sínar, húseigendur
hús sín o. s. frv. Og fjölskyldumaðurinn tryggir líf sitt,
til þess að kona og börn lendi ekki í volæði, ef hans
missir við.
íslendingar eru farnir að fylgja dæmum annara
þjóða í þessu. Flestir tryggja skip sín, margir hús og
húsmuni. Og nokkrir tryggja sjálfa sig, eða tryggja
konu og börnum lífeyri á annan hátt. Þetta ei lofsvert
og gleðileg framför. Sjaldan kemur þó alment eða yfir-
gripsmikið skipatjón eða manntjón fyrir í einu, og aldrei
almennir húsbrunar um land alt. Og eigendur skipa og
liúsa eru tiHölulega lítill hluti þjóðarinnar.
Aðal-lífsstofn og aðal-eign niikils meiri hluta
þjóðarinnar er búfénaðurinn.
Og hvað gernni vift til aft tryggja okkur fyrir
því tjóni, sem náttúruöílin geta valdið búfénu al-
ment og uin alt land í einu 1
Þvi er fijótsvarað. Yið höfum hingað til ekki gert
og gerum ekki enn neitt það, sem teljandi er, til að
tryggja gegn eyðileggingu þœr 15000000 Jcróna í búfé,
sem Indriði Einarsson segir að við eigurn, þessa eign,
sem líf og velferð mikils meiri hluta þjóðarinnar stendur
og fellur með. Við getum auðveldlega mist a einu eða
tveimur hafísa og harðinda árum svo mikið af fénaði og
gagnsmunum hans, sem svarar þriðjungnum eða meiru
af verði alis búfénaðar á landinu, og fengið ekki aðrar
bætur fyrir en skapraunina og kinnroftann af fyrir-
hyggjuleysinu.
En einhver kann að segja: Hvernig á að fara að
því, að tryggja búfénaðinn móti harðindunum ? Engin
ábyrgðarfélög eru til, sem myndu viija taka hann í ábyrgð.