Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 214
210
BÚNAÐARRIT
N i ð u r I a g.
í grein minni „Landplágan mesta" í Búnaðarr. 1909
gerði eg ráð fyrir, að ef heyásetningseftirliti og fóður-
forðabúrum yrði komið á fót, þá mundi kostnaðurinn
við það verða um 300 krónur á ári í meðalhreppi.
Ætlaðist eg til, að kostnaður þessi yrði borgaður að
helmingi úr sveitarsjóði, en að helmingi úr landssjóði.
Ef 160 hreppar kæmu þessum samtökum á, þá
yrði kostnaðurinn alls 48000 krónur á ári, — 24000
krónur úr sveitarsjóðum og 24000 kr. úr landssjóði.
Vera kann að sumum þyki eg taka munninn held-
ur fullan, að ætlast til svona mikils framlags úr lands-
sjóði, og hugsi sem svo: „Það nær engri átt, að kosta
svona miklu til, til að fyrirbyggja fjárfellinn. Á mörg-
um árum eða flestum kemur hann ekki fyrir, og á þeim
fáu árum, sem á honum hefir borið, hefir tjónið ekki
verið svo mikið, að tilvinnandi hefði verið að verja
svona miklu fé til að afstýra því“.
Það er því ekki úr vegi, að bera saman fjárfellis-
skattana, sem við höfum goldið að undanförnu, við gjald
það til heyásetningseftirlits og fóðurforðabúra, sem hér
er stungið upp á, og kalla mætti fjártryggingarskatt.
Er þá fyrst að gæta þess, að fjárfellisskattur sá,
sem goldinn er, er fé, scm kastað or í sjóinn. I’að
kemnr aldrei nokkrum manni að notum og er
horfið fyrir fult og alt með vöxtum og vaxtavöxtum.
En fjártryggingarskatturinn kcmur allur landsmönnum
til nota. Hann er sumpart borgun fyrir vinnu —
þóknun til eftirlitsmanna — og sumpart er hann ábyrgð-
argjald fyrir bústofn bænda — vextir og fyrningargjald
af fóðurforða — sem rennur í vasa einhverra manna í
sveitunum. Enginn eyrir ónýtist. Peningarnir renna
bara úr einum vasa í annan hjá landsmönnum.