Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 224
220
BÚNAÐARRIT
eg þá ekki vel frískur og þoldi ekki að standa við slátt;
svo’ þrekvirki gat það ekki heitið.
8. braut kostaði 3 dagsverk í fyrstu. En til við-
halds 7. og 8. braut fer að jafnaði 1 stundar vinna á
ári, að fyila lautir, er í hjólsporin koma eða kippa burt
steinum, er upp koma.
Brautir þessar, sem eg hefi gert mér til heimilis-
nota, 5113 m. að lengd, eða að meðtöldum gamla veg-
spottanum 6931 metra, hafa því kostað, í 14 ár, sam-
tals 27x/2 dagsverk, eða tæp 2 dagsv. á ári að meðaltali.
Hvað er svo unnið við þetta?
Þrír hestar duga mér nú betur en 6 áður. Á braut
1.—2. gat eg flutt alt að 800 pd. á vagni og dugði því
1—2 hestar til allra aðdrátta. Áður var verið 3—4
daga að flytja heim móinn á 4—5 hestum. Nú er hann
fluttur á 2 dögum á 2 hestum. Vagnakassarnir borð-
hækkaðir til þess, með einni fjöl á hvern veg, sem bil
er á milli og kassans. Svo er eg laus við hin síbrotn-
andi móhrip. Og vinnan hestunum hægari en burðurinn.
Eg er iaus við alla mykjukláfa og að mestu við reiðinga.
Nota þá nú aldrei nema til að kippa nokkrum heyköpl-
um að brautunum, einkum 6. og 7. braut, sem liggja
að þýfðum slægnamýrum. Þó fer eg oft um mýrarnar
með háiffermi, þar sem þær eru með gisnu eða lágu þýfi,
og bæti svo á vagnana við brautina eða aðra greiðfæru.
Braut 5. er svo brött, að þar hefi eg að eins 4—4*/«
kapla í hlassi, en 5—6 (oftast 6) á braut 6. og 7.
Bletturinn, sem braut 8. er gerð fyrir, er sléttur,
og gefur af sér 60—70 kapla (hestburði) á ári. furfti
eg 2 daga til að koma þeirri tuggu heim á 5—6 hestum.
Nú kem eg því leikandi heim á dag með 2 vögnum og
5 hestburðum á hvorum. Eg get notað stálpuð börn
til mifliferða; því aldrei slitnar sili né hallast á. Og
aldrei hafa þau vagni velt á þessum ruðningsbrautum
mínum, sem víða eru þó ekki breiðari en vagnsporið.