Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 226
222
BÚNAÐARRIT
inn ekki ganga eftir henni miðri, heldur í ytra hjólspori
bugsins eða utan við það, sé um langvagn að ræða;
því þá eru hjólin fjær hestinum, og þarf að ætla fyrir
því við beyginguna.
Heimilisnotabrautir þurfa eigi að jafnaði breiðari
að vera en 2 metrar eða faðmur; má á stuttu bili kom-
ast af með að eins hjólsporabreidd, ef vel er stýrt. Þó
mætast þurfl, má víðast komast utan hjá braut; því oft-
ast er þá annar vagninn tómur, og víkur hann að sjálf-
sögðu. Víðast þar, sem hesti er vel fært, má komast
með tóman vagn.
Mikils er um vert að bændur fari alment að nota
vagna, þó ekki sé nema t.il heimanota. Þegar menn sjá
og reyna, hve notadrjúgt verkfæri vagninn er, hvetur
það til ýmsrar framkvæindarsemi. Það ýtir undir slét.tun
túnanna og brautaruðning til ýmsra nytjastaða í landi
bújarðarinnar. Það hvetur til að auka ræktaða landið
heima við, til að losast við heyskap á fjöllum uppi eða
í fjarlægð, þar sem ilt er vagni við að koma. Og það
gerir menn fúsari til að bæta aðdráttarvegina svo, að á
þeim megi einnig nota vagna.
Víða er það, að sjó- eða vatns-(ár-)flutning má nota
mikið af leið frá kaupstað að bænum. En svo verður
að binda vöruna og hengja á klakka að og frá lendingar-
staðnum. En sé vagn til, er reynt að laga braut, svo
hann megi nota á þessari leið. Og mjög víða getur
vagnnotkun sparað hestahald að mun, en aukið annan
fénað að sama skapi.
Það má næstum undra, hve lítið er um notkun
sleða með hestum fyrir viða í sveitum hér á þessu ísa
og harðfennis landi. Aukning akbrauta og fækkun hesta
hlyti að leiða til, að farið yrði meira að nota sleða á
vetrum. Þar sem fjallaslægjur eru, eða eigi unt að
aka heyi heim að sumarlagi, mætti víða setja það sam-
an á slægjustaðnum á sumrin, og aka heim á sleðum
að vetrinum, eins og fornmenn gerðu.