Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 230
226
BÚNAÐARRIT
í Skagafjarðarsýslu hygg eg samtengja mætti flestar
sveitir og bæi með ódýrum brautum, nema líklega Lax-
árdal. En ferjan yfir Héraðsvatnaósinn þyrfti helzt að
geta tekið vagnana hlaðna.
Um Eyjafjarðarsýslu er sama að segja, að undan-
teknum Ólafsfirði og Siglufirði. En á slíkum stöðum
verður að ryðja brautirnar í sambandi við lendingu.
Norðurhluti Suður-Þingeyjarsýslu sýnist auðveldur
til vagnaferða víða. Milli Húsavíkur og Mývatnssveitar
er víðast vagnfært lagfæringarlítið.
Eftir því að dæma, sem eg hefi kynst landslagi í
Norður-Þingeyjarsýslu, þykir mér líklegt, að þar sé víð-
ast auðvelt að gera ódýrar vagnbrautir, a. m. k. frá
höfnunum út um næstu sveitir. í nánd við Grímsstaði
á Fjöllum er iand alt vagnfært; og milli Fjallasveitar og
Vopnafjarðar mátti t. d. mest af leið aka nokkurn veginn
hlöðnum vagni, er eg fór þar um síðast.
Vopnafjarðarsveit verður að mynda brautarkerfi út
af fyrir sig í sambandi við kaupstaðinn. Fljótsdalshérað
getur myndað sitt kerfi út frá Fagradalsbrautinni, alla
leið upp í Jökuldal og Hlíð. En talsvert þarf að leggja
meiri aiúð við vegina þar, sem annarsstaðar, en gert
hefir verið hingað til.
Á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Austfjörðum mun
óvíða hægt að koma við brautakerfum, nema þá á
smærri svæðum, fram með fjörðum og inn frá þeim,
þar sem innbygð er eða dalir, svo sem Breiðdalur, Álfta-
fjarðarsveit, Lónsveit, Önundarfjörður, Steingrímsfjörður
o. s. frv. — Hnappadalssýslu sveitirnar þurfa að keppa
að því, að komast með ruðningsbrautum í samband við
Mýrabraut, og jafnvel kann það einnig að mega takast
fyrir Staðarsveit. Líklegt þykir mér, að Reykhólasveit
og Geiradalur geti myndað brautakerfi saman, og jafnvei
að akfæra braut megi ryðja þar á milli og Steingríms-
fjarðar. Yfir Laxárdalsheiði er nú þegar að mestu leyti
vagnfært milli Dalasýslu og Borðeyrar við Hrútafjörð.