Búnaðarrit - 01.01.1913, Qupperneq 233
BÚNAÐARRIT
229
voginni. Sé þess ekki gætt, þá geta óhieintndi — fita
o. s. frv. — loðað við kengina og vaidið ónákvæmni í
vigtinni. Smjörskálin er einnig tekin með sérstakri töng.
Smjörvatnsrannsókn sú, sem framkvæmd er með
þessu áhaldi, byggist á sömu aðferð og notuð er í Eng-
la,ndi við vatnsrannsókn á smjöri, og ættu því öll smjör-
bú og rjómabú að nota hana.
VatnsrannsóJcnin fer þá fram sem hér segir:
Fyrst er gætt að því, að stöngin sé lóðrétt, og
vogarstöngin sé í jafnvægi þegar smjörskálin með gler-
stönginni er á sínum stað. Jafnvægið finst, eins og áður
er sagt, með skrúfu, sem er fremst á vogarstönginni.
Þá skal taka sýnishorn af smjörinu, sem reyna skal,
og setja glasið með smjörinu i ofan í skál með vatni,
sem er 62° heitt (á C). Þegar smjörið er bráðið, er það
hrist vel saman og kælt lítið eitt. Að þvi búnu skal
hengja stærsta kenginn í skoruna 8, og hella hægt og
hægt, hinu nýhrista, bráðna smjöri, í smjörskálina, þar
til er vogarstöngin lyftist upp úr jafnvæginu.. Að því
búnu skal færa kenginn í skoruna 10, til að vita, hvort
smjörið er 10 gr. eða þar yfir. Sé svo, þá skal hengja
miðkenginn á vogarstöngina og leita eftir jafnvægi. Fáist
ekki jafnvægi með því, verður að byrja á nýjan leik og
hella öllu úr skálinni i glasið, og hita smjörið upp að nýju.
Fari nú svo við aðra t.ilraun, að vogarstöngin færist
niður úr jafnvægi, þegar stærsti kengurinn er í skorunni
10, þá skal færa hann aftur yfir í skoruna 9, eða jafn-
vel 8, og leita eftir jafnvægi með honum og hinum
minni kengjum, þar til er það fæst nákvæmlega.
Setjum nú svo, að jafnvægi fáist með því, að stærsti
kengurinn sé í skorunni 9, miðkengurinn í skorunni 6,
og sá minsti í skorunni 2, þá er þyngd smjörsins, í sama
tilfelli, 9,62 gr. Að því búnu er smjörskálin tekin af
voginni, með glerstönginni í, og hún sett á þrífót úr
járni, sem til þess er gerður. Undir skálina er svo
settur spírituslampi með Ijósi á. Smjörið bráðnar þá