Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 234
230
BÚNAÐARRIT
fljótt og skal hræra í því í sífellu, þar til er froðan,
sem ofan á það kemur, er horfln því sem næst. Verði
froðan of mikil, svo að út úr ætli að freyða, skal taka
lampann undan meðan sjatnar í skálinni. Gæta skal
þess, að ekki logi svo mikið, að smjörið brenni við.
Það finst á lyktinni. Þegar froðan er á förum, er skálin
tekin af og smjörið látið kólna. Að því búnu er skálin
vegin með smjörinu og glerstönginni í.
Kengirnir, sem legið hafa i sömu skorum, eru nú
færðir fram og aftur, þar til er jafnvægi fæst að nýju.
Verði nú t. d. stærsti kengurinn í skorunni 8, mið-
kengurinn í skorunni 2, og sá minsti í skorunni 1, þá
vegur hið vatnslausa smjör 8*21 gr. Áður var þyngdin
— i dæminu, sem tekið var, — 9,62 gr. Mismunurinn
verður því 9,62 8,21 gr. = 1,41 gr. Er það þá vatnið
í smjörinu, sem gufað heflr burt við hitunina. Vatns-
magn smjörsins verður þá: -;419^2100 = 14,7%.
Að siðustu nokkur orð um það, hvernig taka á
smjör til rannsóknar. Þegar smjörið hefir verið saltað og
hnoðað að fullu — er að öllu leyti tilbúið til að látast í
kvartil — skal taka smábita hingað og þangað úr smjör-
inu og láta þá undir eins í glas með glertappa í, sem
til þess er notað. Gæta skal þess, að ekki loði neitt
vatn á smjörbitunum. Einnig verður glasið að vera vel
hreint og þurt að innan. Tappann skal láta í glasið
undir eins og smjörið er komið í það. Smjörið þarf að
vera svo sem 30—40 gr.
Smjörvatnsvogin fæst hjá „De danske Mejeriers
Fellesindkjöbsforening" í Kaupmannahöfn, eða með því
að láta Einar Björnsson verzlunarstjóra í Reykjavík út-
vega hana.
Hvítárvöllum í febrúar 1913.
H. Orönfeldt.