Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 237
BÚNAÐARRIT
233
Au^lýsing-
um raeðferð á refaeitri.
Strykmn (nitras strychnicus venalis) er nú haft
um land alt til að dtepa refl og kallað refaeitur.
Menn hafa alloft vakið máls á þvi við mig, að þetta
refaeitur reynist illa, og haldið, að það sé stundum
skemt eða svikið.
Eítrið geymist vel og hefir efiaust aldrei verið svikið.
Efnafræðingur landsins hefir nýlega eftir tilmælum mín-
um rannsakað refaeitrið í lyfjabúðinni i Reykjavik, og
reyndist það góð vara, ósvikið og óskemt. Aðrar lyfja-
búðir hór á landi fá vörur sínar úr sama stað erlendis.
En þess ber vel að gæta, að stryknín rennur í vatni.
Ef eitraða ætið er lagt á bersvæði, og rignir á það eða
rennur vatn að því, þá getur eitrið hæglega skolast úr
ætinu að meira eða minna leyti. Þess hafa menn víða
ekki gætt, það er mér kunnugt; fyrir þá sök hefir eitr-
unin oft mishepnast.
Þegar æti er eitrað með strykníni, verður jafnan
að leggja það inn í skúta eða í hraunholur eða leggja
hellur yfir það á hlóðum, svo að vatn komist ekki að
því, en melrakkarnir nái þó til þess.
Ef eitra skal kindarskrokk, er réttast að gera stung-
ur í hann sem allra víðast og láta ofurlitla ögn (á við
andarhagl) af eitrinu í hverja stungu; ætti þá ekki að
þurfa nema um það bil 10 met (2 kvint) í heilan skrokk,
og þeim mun minna, sem ætið er léttara í viktina.
Stryknín er hvítt á lit og afar-beiskt á bragðið.
Það er banvænt eitur, jafnt fyrir menn sem skepnur;
skal því geyma það vel og gæta þess vandlega, að það
verði engum að meini. Hættulaust er að handfjatla það,
en þó skulu menn þvo sér um hendur á eftir.
Þetta er hér með kunnugt gert öllum þeim, er það
mál varðar.
Landlæknirinn.
Reykjavík, 10. marz 1913*.
0. Björnsson.