Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 238
234
BÚNAÐARRIT
Árið 1912.
Yflrlit þetta um árferðið 1912 er bygt á skýrslum, er þessir
menn hafa góðfúslega sent mér: Björn Bjarnarson, hrepp-
stjóri, í Grafarholti; Jón Sveinsson, prófastur, á Akranesi;
Magnús Andrésson, prófastur, á Gilsbakka; Hermann Jón-
asson, búfræðingur, i Ólaísvík; Jóhannes L. L. Jóhannsson,
prestur, á Kvennahrekku; Bjarni Símonarson, prófastur, á
Brjánslæk; Sigurður Stefánsson, prestur, í Vigur; Guðmund-
ur G. Bárðarson, bóndi, á Kjörseyri; Jósef J. Björnsson,
kennari, á Hólum; Jónmundur Halldórsson, prestur, á Barði;
Jónas Jónasson, kennari, á Akureyri; Jóh. Pórarinsson,
bóndi, í Ærlækjarseli; Gísli Helgason, hóndi, í Skógargerði;
Björn Borláksson, prestur, á Dvergasteini; Ari Brynjólfsson,
bóndi, á Pverhamri; Magnús Bjarnarson, prestur, á Prests-
bakka og Ágúst Helgason, bóndi í Birtingaholti.
Tíðnrfar og: lieyföug1.
Vetur frá nýjári mildur og snjólítill með afbrigðum
um mestan lilula landsins. í Skaftafellssýslu gerði hríðar-
veður laugardaginn fyrir páska; sást þá fyrst snjór, svo
héti, á vetrinum. Beitarfénaði gefið i minsta lagi. Full-
orðið fé gekk víða að mestu úti gjafalaust og gjafalítið á
Suðurlandi. Lömb tólcu sumir varla í hús, og alstaðar var
þeim gefið með langminsta móti.
Á Austfjörðum norðanverðum var veðráttan ekki eins
mild og annarstaðar á landinu. Á utanverðu Fljótsdals-
héraði var jarðlaust um langan tima, enda svarf þar svo
að mönnum, að margir urðu heylausir, og horfði til vand-
ræða, ef harðindi hefðu lialdist lengur. En fyrir sumarmál
kom ágætur bati.
í Pingeyjarsýslu var víðast hvar liætt að gefa íé fyrir
sumarmál.
Á Kjörseyri í Strandasýslu var sauðfé gefin full gjöf
að eins í 20 daga þennan kafia vetrarins.
A Vestfjörðum var jörð lengstum því nær alauð.