Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 248
244
BÚNAÐARRIT.
6, mjólkurskólann 7 og slátrunarnámsskeiðib 6. Fleiri
t.elur Sláturfélagið sér ekki fært að taka.
Búnaðarnámsskeið var haldið í Hjarðarholti í
Dölum, ágætiega sótt, og styrkur veittur til bændanáms-
skeiða á Eiðum og á Hólum, auk þess sem starfsmenn
félagsins aðstoðuðu við bændanámsskeiðið á Hvanneyri.
Guðmundi kennara Hjaltasyni var veittur 100 kr. styrkur
til alþýðufyrirlestra um búnaðarmál. í vetur hélt fé-
lagið vel sótt námsskeið í Þjórsártúni og í Vík í Mýrdal,
veitti aðstoð við námsskeið bændaskóianna og námsskeið
í Önundarfirði, sem Búnaðarsamband Vestfjarða gekst
fyrir, og styrkir námsskeið í Múlasýslum, sem Búnaðar-
samband Austurlands hélt, og á Grund í Eyjafirði.
Hússtjórnarnámsskeið hafa í vetur verið
haldin í Eyjafjarðar og Skagafjarðar sýslum og 2 í Kjós-
arsýslu. Auk þess var 250 kr. styrkur veittur hús-
stjórnardeild kvennaskólans í Reykjavík til sumarnáms-
skeiðs, eftir ályktun búnaðarþings, með því skilyrði, að
sveitastúikur hafi forgangsrétt að vetrarnámsskeiðunum.
Næsta vetur er í ráði að hússtjórnarkensla verði í Þing-
eyjareýslum, hvort sem víðar verður.
Utanfararstyrkur var veittur þessi: Alfred Kristen-
sen, bónda í Einarsnesi, til að kynna sér jarðyrkjuverk-
færi o. fl. 150 kr., Jóhanni Fr. Kristjánssyni til hús-
gerðarnáms í Noregi 200 kr., Gísla Guðmundssyni til að
iæra að gera líffræðilegar mjólkurrannsóknir 200 kr. —
Búnaðarritið á bráðum von á ritgerð frá honum um skyrið
okkar, sem vonandi verður til að aukaálit þess, — Karli Sig-
valdasyni til búnaðarháskólanáms 200kr., JóniÞorvaldssyni
smið til að búa sig undir smíðakenslu á Hólum 200 kr., Jóni
Guðmundssyni frá Þorfinnsstöðum til sauðfjárræktarnáms
á Bretlandi 150 kr. — Hann fór líka, án styrks frá fé-
laginu, til Roquefort á Frakklandi til að kynna sér osta-
gerðina þar, — Jóni Ólafssyni til að sækja sauðfjár-
sýningar á Bretlandi 100 kr. og 2 rjómabústýrum, Margréti
Júníusdóttur og Margréti Lafranzdóttur, 150 kr. hvorri.