Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 264
260 BÚNAÐARPJT.
sem þurfti og færi gafst. Er kostnaðurinn við það tal-
inn á gjaldl. 7.
Af gjaldl. 4., ferðakostnaði, hefir af sömu ástæðu
orðið mikill afgangur kr. 864,10.
Til Búnaðarritsins og útbreiðslu búnaðarritgerða,
gjaldl. 5., hefir verið varið kr. 2128,88. Þar af voru 500 kr.
greiddar upp í ritlaun fyrir garðyrkjubók, en til þeirrar
bókar voru ætlaðar 600 kr. Til annars (Búnaðarritsins,
styrks til Freys o. fl.) .hefir verið varið kr. 1628,88.
Er það kr, 171,12 minna en áætlað var. Það er af því,
að pappír allur í Búnaðarritið 1912 var keyptur fyrir
árslok 1911 og talinn í reikningi þess árs, eins og áður
er getið.
Gjaldl. 6. a., til ýmislegra ræktunarfyrirtækja, er
kr. 41,68 yfir áætlun. Af þeim lið gengu kr. 1877,78
upp í styrk til Miklavatnsmýraráveitunnar. Arið áður
gengu til hennar 950 kr. Hefir hún því fengið umfram
þær 2000 kr., sem hún átti að fá 1912, kr. 327,78 upp
í styrk þann, sem hún á að fá 1913.
Gjaldl. 6. b., til gróðrarstöðvarinnar í Reykjavík og
sýnistöðva, varð kr. 452,95 yfir áætlun. Kemur það til
af því, að aðsóknin að garðyrkjukenslunni var óvana-
lega mikil. Varð að neita aðgöngu miklu meira en
helmingi þeirra er sóttu, en þó teknir það margir, að
ekki var annars kostur en að fá aðstoð við kensluna,
sem kostaði 150 kr., og námsstyrkur og ferðastyrkur
varð meiri en vant var vegna nemandafjöldans. Mestur
hluti þessarar umframgreiðslu vanst upp við það, að
tekjur af gróðrarstöðinni urðu allmiklu meiri en vant er,
svo sem áður er getið.
Af gjaldl. 6. i. varð afgangur 320 kr. Var af ýms-
um ástæðum minna gert aö efnarannsóknum en vant
er, aðallegá vegna þess, að við fráfall Ingimundar Guð-
mundssonar féllu niður í bráðina fóðrunartilraunirnar,
sem búið var að gera einn vetur, og fóðurefnarannsóknir,
sem stóðu í sambandi við þær.