Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 266
262
BÚNAÐARRIT
Sjóðsauki á árinu umfrara áðurnefndan verðbréfa-
auka nam kr. 1096,02.
Gjaldliðum þeim, bæði árin, sem ekki hafa verið
nefndir hér að framan, ber saman við áætlanirnar, eða
eru litlu lægri, svo að ekki tekur að nefna. Umfram-
greiðslur eru allar taldar, og er nú til þeirra óskað sam-
þykkis búnaðarþir.gs.
Ályktanir búnaðarþings 1911 hafa verið framkvæmd-
ar eftir föngum. Til viðbótar því, sem tekið er fram
þar að lútandi hér að framan, og í ársfundarskýrslu 1912
og aðalfundarskýrslu 1913, skulum vér enn minnast á
nokkur atriði.
Með bréfi dags. 2. marz 1911 fórum vér þess á leit
við alþingi, að fenginn yrði vatnsvirkjafróður maður í
þjónustu Búnaðarfélags íslands eða landsstjórnarinnar, til
að athuga og gera áætlun um stórar áveitur og varnir
gegn vatnságangi og láta í té ódýra verklega aðstoð til
einstakra manna, er kynnu að vilja ráðast í stór áveitu-
fyrirtæki. En er sú málaleitun varð árangurslaus, fórum
vér þess á leit við landsstjórnina, að hún léti vatnsvirkja-
fróðan mann athuga og gera áætiun um fyrirhleðslu í
Djúpós til verndar Safarmýri og um vörn fyrir rensli
Markarfljóts í Þverá. Út af því fengum vér frá stjórnar-
ráðinu álitsskjal Jóns landsverkfræðings Þorlákssonar, dags.
4. sept. 1911, sem lagt verður fram á búnaðarþinginu.
Telur verkfræðingurinn mikla nauðsyn á því, að áður en
ráðist sé í þau fyrirtæki sé nákvæmlega rannsakað vatna-
kerfið í Rangárvallasýslu, en það sé svo mikið verk, að
ekki geti liann bætt því á sig og ekki heldur aðstoðar-
verkfræðingur hans; hið mesta, sem hann geti gert í því
efni, sé það, að hafa umsjón með rannsókninni og vera
í ráðum með hvað gera skuli, ef annar maður væri
fenginn, er unnið gæti verkið eftir hans fyrirsögn. En
þar sem stjórnarráðið hafði í bréfl dags. 9. sept. s. á.
getið þess, að það hefði eigi ráð á öðrum manni til verks