Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 270
266
BÚNAÐARRIT
Fyrir síðasta atriðinu í tillögunni, að fresturinn sé
færður til júlímánaðarloka, var færð sú ástæða, að vér
byggjumst við, að sambandsstjórnirnar kunni að vilja
bera tillögur sínar um verðlaunaveitingarnar undir aðal-
fundi sambandanna, en búast má við, að þeir verði
stundum haldnir ekki fyrri en seint í júní eða snemma
í júií.
Tillögur búnaðarþings um það, að frumkvæðið til
verðlaunaveitinga úr Styrktarsjóði Kristjáns konungs IX.
yrði lagt í hendur Búnaðarfélags íslands, beindum vér
til stjórnarráðsins með sama bréfi.
Loks skal nefna búnaðarsambandamálið. Út af á-
lyktun búnaðarþings um það, rituðum vér 27. des. 1911
öllum samböndunum, sem þá voru til, og fólum þeim
hvert á sínu sviði að reyna að koma í framkvæmd þvi
fyrirkomulagi, sem búnaðarþingið vildi. í sama tilgangi
rituðum vér sýslunefndunum í Snæfellsnessýslu og Dala-
sýslu, sem enn voru utan sambanda, um sambands-
myndun þar í sambandi við Borgarfjörðinn og reyndum
á annan hátt að styðja að framgangi þess, sbr. árs-
fundarskýrslu 1912. Bréf þessi og svör þau, sem vér
höfum fengið upp á þau, verða lögð fram á búnaðar-
þinginu. Er það skemst frá að segja, að nú er engin sýsla
önnur en Yestmannaeyjar utan búnaðarsambanda. En
ekki eru svörin alstaðar svo glögg, að það sjáist um
hvert einstakt atriði ályktana búnaðarþingsins, hvort það
er komið i framkvæmd. Sýslunefndirnar norðanlands og
austan og í Rangárvalla, Árness, Borgarfjarðar, Mýra,
Snæfellsness og Dalasýslum hafa veitt eða heitið styrk
til sambanda, sumar eftir býlatölu en aðrar tiltekna
fjárhæð. Má vera að einhverjar hinna sýslnanna hafi
nú iíka heitið styrk, þó að vér höfum ekki fengið vitn-
eskju um það.
Víðast hafa nú starfsmenn sambandanna á hendi
mælingar á jarðabótum búnaðarfélaganna og gefa um
leið leiðbeiningar. Fyllri skýrslur um það, hve langt