Búnaðarrit - 01.01.1913, Síða 272
268
BÚNAÐARRIT
og þeirra, sem kosnir eru í héruðum, og gæti því eigi
orðið að lögum nema með samþykki aðalfundar.
Ef búnaðarþinginu þykir ekki fært, eftir þvi sem
nú er komið skipun sambandanna, að gera þá breytingu
á 4. gr. félagslaganna, að búnaðarsamböndin kjósi fuli-
trúana — og vér teljum á því allmikil vandkvæði —
og sýsiunefndirnar því kjósa fulltrúana sem áður, þá mundi
þó mega gera þá breytingu á 4. gr., að hún ætti betur
við ástandið, sem nú er orðið. Vér teldum það betur
fara, að Norður-Þingeyjarsýsla, sem er í búnaðarsam-
bandi með Norðurlandi, gengi til kosninga með sýslu-
nefndunuux norðanlands, og að Borgarfjarðarsýsla, sem
er í búnaðarsambandi með Mýrasýslu, kjósi með vestur-
sýslunum. En kjörsvæðinu vestanlands ætti þá að skifta
í 2 kjördeildir, og kysi hvor einn fulltrúa, til skiftis.
Nyrðri kjördeildin yrði Barðastrandar, ísafjarðar og
Stranda sýslur, sem nú mynda búnaðarsamband út af
fyrir sig, en hin yrði Borgarfjarðar, Mýra, Snæfellsness
og Dala sýslur. Þetta fyrirkomulag væri í fullu samræmi
við búnaðarþingsályktunina 1911 bæði um kjörsvæðin
og fulltrúatölu hvers þeirra, þótt kosningaraðferðin sé
önnur. Með þessari breytingu á fólagslögunum virðist
oss mega í bráðina una við fyrirkomulag það, sem verið
heflr, að sýslunefndirnar kjósi fulltrúana, og höllumst að
því ráði, að halda því áfram, að minsta kosti fyrst um
sinn, þar til er séð er, hverja festu hið nýja skipulag
búnaðarsambandanna fær. En búnaðarþingið ræður nú
af, hverja leið skuli íara.
Vér lítum svo á, sem breyting á félagslögunum í
þessa átt væri ekki breyting á búnaðarþinginu eða skip-
un þess, og væri hún gerð á búnaðarþinginu í sumar,
gæti hún því komist í framkvæmd þegar við kosningar
þær, sem fram eiga að fara á sýslunefndarfundunum
1914. Nú stendur svo á, að af fuiltrúunum vestanlands
er sinn búsettur í hvorri deildinni, þeirra er nefndar
voru, og er kjörtími þess, sem heima á í nyrðri deild-