Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 276
272
BÚNAÐARRIT
-er fylgir þessu brófi. Tekjurnar 1914 og 1915, aðrar
en landssjóðstillagið, búumst vér við að verði sem næst
hinar sömu og áætlanirnar 1912 og 1913 tilnefna, og
gjöldin flest sömuleiðis. Þó eru nokkrir gjaldaliðir, sem
vér teljum nauðsyn á að hækka nokkuð. Það eru
gjaldaliðirnir 6., 7. og 9.
Til ýmislegra ræktunarfyrirtækja (gjaldl. 6. a.) eru
fyrra árið ætlaðar 5500 kr. og síðara árið 4500 kr. Af
þeim fjárhæðum er heitið styrk til Miklavatnsmýrar-
áveitunnar 2000 kr. hvort árið, og hefir búnaðarfélags-
stjórnin því eigi til umráða til að styrkja önnur jarð-
ræktarfyrirtæki nema 3500 kr. fyrra árið og 2500 kr.
hið síðara. Enn er heitið 2000 kr. styrk til Miklavatns-
mýraráveitunnar árið 1914, og búast má við fleiri stór-
fyrirtækjum, er styrkja verði. Þætti oss illa farið, ef
félagið yrði mjög að kippa að sér hendinni með styrki
til almennra jarðræktarfyrirtækja. Svo er og þess að
geta, að búnaðarsamböndin eru nú orðin 6, og eitt þeirra,
sem er nýstofnað (Kjalarnesþings), hefir enn engan styrk
fengið. Eru samböndin að auka starfssvið sitt og telja
sér þörf styrksauka. Oss þætti því mjög æskilegt, að
hækka mætti 6. gjaldal. áætlananna um 1500 kr.
hvort árið.
Þegar búnaðarfélagið tókst á hendur að koma upp
slátrunarkenslu hérlendis, sem nú hefir staðið nokkur
ár og þarf að halda áfram, þá varð að draga þann
kostnað frá öðrum gjaldaliðum. Þá var gjaldal. 8. (til
utanfara) færður niður um 500 kr., niður í 1500 kr., og
ætlum vér að enn megi við það una, og gjaldal. 7. (til búfjár-
ræktar) um 500 kr. Síðan hefir hann aftur verið hækkaður
um 200 kr., upp í 7500 kr. Þetta ár fer sá gjaldaliður
langt fram yfir áætlun, hve langt er ekki hægt að segja,
þvi að ýmsum gjöldum er enn ólokið. Af því að ein
ráðunautarstaða félagsins (í búfjárræktarmálum) er sem
stendur óskipuð, getum vér þetta ár bætt upp vöntun-
ina á gjaldal. 7. með nokkrum afgangi af gjaldal 3. og 4.