Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 278
274
BÚNAÐARRIT
26. sept. 1910 um kornforðabúr til skepnufóðurs. Þó
að lítill skriður sé enn kominn á það mál, teljum vér
ekki vonlaust um að áhuginn vakni á því mikla nauð-
synjamáli, þegar fram er rétt hönd fjárveitingarvaldsins
til iiðveizlu.
Þá vildum vér og mega minna á tillögu vora í bréfi
7. sept. 1908 um leiðbeiningu i húsagerð. Húsagerð í
landinu er að stór-breytast, steinsteypuhúsum fjölgar ár-
iega til sveita, og mikill skaði er um hvert árið, sem
iíður svo, að menn eiga ekki kost á nægilegri leiðbein-
ingu í þeim efnum. Væri þar ærið verkefni fyrir einn
mann. Þótt svo kunni að vera, að ekki sé sem stend-
ur völ á manni til þess, þá teldum vér æskilegt, að fó
væri ætlað á fjárlögunum handa slíkum manni. Yrði
það þá væntanlega hvöt til þess, að einhver hæfur mað-
ur yrði til þess að búa sig undir það starf, og teldum
vér vel varið íé til styrktar efnilegum manni til þess
undirbúnings, enda muriu nú þegar vera einn eða tveir
menn íslenzkir, sem eru erlendis að fást við nám í
þeirri grein“.
Stjórnarráðið hefir ekki séð sér fært að verða við
tillögu vorri um hækkun á tillaginu tii félagsins, og í
fjárlagafrumvarpinu, sem lagt verður fyrir alþingi í sum-
ar, er félaginu ætlab sama tillag og áður, 54000 kr.
hvort árið. Á því verðum vér því að byggja áætlanir
þær fyrir árin 1914 og 1915, sem hér fara á eftir.
Áætlun 1914.
Tekjur. Kr.
1. Félagatillög ..................................... 500
2. Vextir .......................................... 1250
3. Fyrir seldar bækur ............................... 100
4. Tekjur af gróðrarstöðinni ........................ 750
5. Tekjur af húseign .............................. 300
6. Tillag úr landssjóði ........................... 54000
Samtals 56900