Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 280
276
BÚNAÐARRIT
Áætlun 1915.
Tekjurnar eru áætlaðar sömu og 1914, nema tekjul.
5. 500 kr. Samtala teknanna 57100 kr. Gjöldin eru
einnig áætluð hin sömu og þá, nema gjaldl. 2. 1500 kr.,
gjaldl. 6. a. 4400 kr., gjaldl. 6. d. 4000 kr. og gjaldl.
8. 1500 kr. Samtala gjaldl. 6. verður þá 26500 kr. og
samtala gjaldanna 57100 kr.
Áætlanir þessar eru í flestu samhljóða áætlunununr
fyrir árin 1912 og 1913 og byggjast því að mestu leyti
á sömu ástæðum og þær. Þó eru nokkrar breytingar,
sem vér skulum nú vikja að.
Af tekjunum teljum vér vexti 150 kr. meiri en þá
var talið og tekjur af gróðrarstöðinni 150 kr. hærri.
Aftur á móti gerum vér ráð fyrir 100 kr. minna fyrir
seldar bækur, því að úr því þessu ári lýkur verður ekki
búist við mikilii sölu á ári af Fóður- og mjólkurskýrsl-
um, þar sem nautgripafélögin verða þá búin að birgja
sig upp af þeim. Vér búumst við, að á árinu 1914
þurfi að mála félagshúsið að meira eða minna leyti, og
gerum því ráð fyrir, að fekjur af húsinu það ár verði
ekki nema 300 kr., en siðara árið 500 kr., eins og áður.
Verða því tekjurnar alls fyrra árið jafnmiklar og áður.
en síðara árið 200 kr. meiri.
Gjaldl. 1. og 2. eru óbreyttir og þurfa eigi skýr-
ingar.
Á gjaldl. 3. og 4. er breyting gerð. Að því er
vikið í aðalfundarskýrslunni, hvernig ráðstafað heflr verið
störfum ráðunautarins í búfjárræktarmálum, síðan Ingi-
mundur Guðmundsson lézt. Höfðum vér í huga að fresta
að taka mann í þá stöðu, þar til færi fengist á að bera
sig saman við búnaðarþingið um skipun hennar. Nú er
svo komið, að fjárhagsins vegna þykjumst vér verða að
leggja það til, að næstu 2 ár verði reynt að komast af
með sömu aðferð, sem nú heflr verið höfð, að láta stöð-
una óskipaða, en verja nokkru fé til að fá aðstoð hæfra