Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 282
278
BÚNAÐARRIT
vér höfum ekki fengið frá sambandinu ákveðna styrk-
beiðni til tiltekinnar notkunar. Yerði sá styrkur veitt-
ur, ætlumst vér til að hann verði stafl. h. í gjaldl. 6.,
en stafliðatalan þar á eftir breytist eftir því.
í aðalfundarskýrslunni er þess getið, að beiðst hafi
verið nýrra mælinga í Flóanum, fyrir áveitu úr Hvítá,
og á Skeiðunum, fyrir áveitu úr Þjórsá. Til þess að
að geta orðið við þessum óskum, heflr þess verið farið
á leit við stjórnarráðið, að 6000 kr. fjárveiting til þessa
verði tekin í fjárlagafrumvarpið 1914 og 1915. Stjórn-
arráðið varð vel við þeirri ósk, og eru í fjárlagafrum-
varpinu ætlaðar 6000 kr. til þessa. í því trausti, að sú
fjárveiting standi, er nú ráðinn maður til Skeiðamæl-
inganna í sumar. Flóamælingin er í ráði að fari fram
næsta ár, ef féð fæst.
Gjaldl. 6. b. áætlum vér 400 kr. meira en áður, og
hugsum oss, að til gróðrarstöðvarinnar sjálfrar gangi
2000 kr., til 4 sýnistöðva 400 kr. og til garðyrkjukenslu
1000 kr. Aðsóknin að henni hefir stórum aukist síð-
ustu árin. í vor hafa þar verið 14 nemendur. Náms-
styrkurinn til þeirra varð 600 kr., ferðastyrkur 235 kr.
og kenslukaup 200 kr., kostnaður alls 1035 kr. Um-
sækjendur hafa verið um 40 síðustu árin, og því orðið
að synja meiri hlutanum um aðgöngu. Er það leitt, en
ekki verður hjá því komist, því að ekki er hentugt að hafa
mjög marga nemendur á einum stað. Nú hefir Búnað-
arsamband Suðurlands sótt um 300 kr. styrk til að
halda uppi garðyrkjukenslu. Væri ekki vanþörf á því, en
þar sem vér höfum ekki fengið neinar skýringar um
það, hvernig fyrirkomulag þeirrar kenslu á að vera, get-
um vér ekki gert tillögu um það að sinni. En ef til
kæmi, yrði sá styrkur að greiðast af gjaldlið 6. a., nema
ef svo væri, að minni yrði aðsóknin að gróðrarstöðinni
og spara mætti eitthvað af þessum lið. Verður nú tekið
til athugunar, hvort ekki væri rétt að lækka námsstyrk-
inn í því skyni.