Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 283
BÚNAÐARRIT
279
í gjaldl. 6. i. ætlum vér hinu nýstofnaða búnaðar-
sambandi Dalamanna og Snæfellinga 500 kr. hvort árið
til plægingarkenslu í sambandi við félagsplægingar. Það
samband hefir einnig sótt um styrk til kynbótabús sauð-
fjár. Sá styrkur verður, eí til kemur, veittur af gjaldl.
7., eins og til annara kynbótabúa.
Aðrar fjárveitingar í gjaldl. 6. eru óbreyttar frá
áætlununum 1912 og 1913.
Gjaldl. 7., til búfjárræktar, teijum vér 7500 kr., eins
og næst áður. Vér hugsum oss sundurliðunina hér um
bil á þessa ieið: Til nautgripafélaga 3600 kr. Þetta
ár var til þeirra varið kr. 3265,50, og hefir farið hækk-
andi. Til girðinga fyrir kynbótagripi 500 kr. Ber brýna
nauðsyn tii, að þeim fari fjölgandi, og engin ráð sjáum
vér til að lag komist á hrossaræktina án þeirra. Til
hrossasýninga 600 kr. Til hrossakynbótafélaga 400 kr.
Til hrútasýninga 550 kr. Til sauðfjárkynbótabúa 1300
kr., sama fjárhæð og árið sem leið, því að þó að vér
búumst við að nú megi lækka nokkuð styrkinn til eldri
búanna, þyrfti að fjölga búunum sem því svarar. Til
kenslu eftirlitsmanna nautgripafélaga 550 kr. En búast
má við, að frá þessari sundurliðun verði að víkja nokk-
uð eftir atvikum, og verður slíkt ekki séð fyrir.
Gjaldl. 8., til utanfara, höfðum vér hugsað oss að
áætla 1500 kr. hvort árið, eins og verið hefir nú um
nokkur ár, en áður var sá liður hærri. Er nú þegar
loforðum bundið alt það fé, sem greiðast má á þessu
ári, og meiri hluti þess, sem greiða skal næsta ár.
En nú alveg nýlega höfum vér fengið 3 styrkbeiðnir, er
vér þykjumst ekki mega synja. Fyrir því förum vér
fram á 500 kr. hækkun á þessum lið fyrra árið, en
ætlum síðara árinu sem áður 1500 kr. og álítum að
ekki sé ástæða til að hækka þann lið að jafnaði.
Gjaldl. 9. áætlum vér sem áður 3300 kr. hvort,
árið. En eins og getið er um í bréfinu til stjórnarráðs-
ins hér að framan verður eigi komist hjá að endur-