Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 302
298
BÚNAÐARRIT
feld heild. Vér teljum því sjálfsagt, aö búnaöarfélags-
stjórnin stuðli að því, að Kjalnesingasambandið og Vest-
mannaeyjar sameinist Suðurlandssambandinu, og Borgfirð-
inga og Mýramannasambandið taki höndum saman við
Snæfellinga og Dalamenn. Yrðu þá tvö sambönd í Vestur-
amtinu, að Borgarfjarðarsýslu meðtalinni, og kysi hvort
þeirra einn fulltrúa, en hin samböndin þrjú kj'su tvo full-
trúa livert um sig. Auðvitað eru þau sambönd nokkuð
ólík að fólkstölu. Mestur er munurinn á Norður- og Aust-
urlandi og ætti sér þar allmikið misrétti stað, en eigi retti
að þurfa um það að metast. Bess ber líka að gæta, að
Austfirðingar eru fjarstir miðstjórn sambandanna og eiga
þvi örðugast með að ná til hennar og njóta hennar full-
tingis.
En þótt vér teljum þessa skipun heppilegasta og sjálf-
sagt að vinna að því að liún komist á, álítum vér að mikið
tillit beri að taka til vilja sýslunefndanna, einkum þeirra,
sem leggja fé til sambandanna, þvi þær sýslunefndir, sem
litið cða ekkert styðja samböndin fjárhagslega, geta tæp-
lega krafist þess réttar, að velja búnaðarþingsfulltrúa fyrir
þeirra hönd. Vér viljum því að leitað sé fyrir sér hjá
sýslunefndunum um það, livort þær mundu vera því mót-
íallnar, að sleppa kosningarétti sinum til búnaðarþingsins
í hendur sambandanna, j'rði skipun þeirra sú, sem hér að
framan cr talin æskilegust. Vílji þær halda liosningarétti
sínum má að sjálfsögðu gera ráð fyrir því, að þær telji sér
skylt að veita samböndunum fjárstyrk nokkurn.
Kjósi sýslunefndirnar áfram til búnaðarþingsins, teljum
vér heppilegast, að kosníngunum verði hagað samkvæmt
tillögum stjórnarinnar, bls. 28 i búnaðarþingsskjölunum.
Ressar verða þá tillögur nefndarinnar:
1. Búnaðarþingið felur félagsstjórninni að stuðla að þvi,
að búnaðarsamböndin vestanlands verði að cins tvö,
liið syðra nái frá Ilvalfirði að Gilsfirði, en hið nyrðra
þaðan yfir Vestfjarðakjálkann að Hrútatirði, og Bún-
aðarsamband Suðurlands nái yfir svæðið frá Hvalfirði
að Skeiðará að Vestmannaeyjum meðtöldum. Enn-
fremur sé stjórninni falið að leitast fyrir um það hjá
sýslunefndunum, hvort þær mundu vilja sleppa kosn-