Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 303
BÚNAÐARRIT
299
ingarétti sínum til búnaðarþingsins við búnaðarsam-
böndin, komist þetta skiþulag á þau.
2. Búnaðarþingið telur liepþilegast, meðan sýslúrnar
kjósa búnaðarþingsfulltrúana, að Norður-Pingej'jarsýsla
gangi til fulltrúakosninga með norðursýslununi, nema
bún gangi í samband við Austurland, og sýslurnar í
Vesturlandssamböndunum kjósi einn fulltrúa hvorar
um sig, og álítur rétt að spyrja þær sýslur sérstaklega
um það.
4. Frá ræktunnrnefud. Um vatnsvirkjafræding.
Síðasta búnaðarþing fal félagsstjórninni að fara þess á
leit við alþingi, að veita nægilegt fé til þess að fenginn
yrði vatnsvirkjairóður maður í þjónustu Búnaðarfélags ís-
lands eða landstjórnarinnar, er haft gæti á hendi að athuga
og gera áætlanir um meiri háttar áveitur og varnir gegn
vatnságangi, jðffnframt því að láta i té ódýra verklega að-
stoð til einstakra manna, er kynnu að vilja ráðast í stærri
áveitufyrirtæki.
Fengist slíkur maður, leit síðasta búnaðarþing svo á,
að eitt af hans fyrstu verkum ætti að vera að athuga og
gera áætlanir um, livað gert yrði til varnar vatnságangi í
Bangárvallasýslu, með því að þaðan var beiðni fram komin
í þá átt.
Pessa málaleitun búnaðarþingsins tjáði félagsstjórnin
síðasta alþingi, en fjárlaganefnd neðri deildar vildi ekki
sinna málinu. Voru þó í fjárlaganefnd bæði 2. þingmaður
Rangvellinga og 1. þingmaður Árnesinga. Má geta nærri
að þeir hafi að sjálfsögðu stutt þetta mál vel og drengilega,
og virðist því svo sem hér liafi verið við ramman reip að
draga. Félagsstjórnin liefir ekki séð sér fært að fara hinu
sama fram í þessu efni við landsstjórnina sem síðasta al-
þingi og freista þess að fá málið tekið fyrir á alþingi nú
með aðstoð sljórnarráðsins. Má þvi ætla að félagsstjórnin
hafi talið það vonlaust verk.
Grasræktin eða aukinn og bættur heyafli er undirstaða
búnaðarframfaranna hér á landi. En grasið verður aðeins
aukið á tvennan hátt, með aukinni og bættri túnrækt og
áveitum.