Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 304
300
BÚNAÐARRIT
Túnræktin og áveiturnar er pví sú jarðrækt, sem öllu
öðru i'remur ber að leggja áherzlu á. En túnræktin er
takmörkun háð að þvi er til áburðarins kemur.
Um áveiturnar er þessu aftur á móti ekki þannig varið
meðan til eru lönd, er veita má á með kleifum kostnaði
frjóvgandi vatni úr ám og lækjum og stöðuvötnum.
Par sem auðið er að koma því við, þá er það, eins og
hr. Thalbitzer tekur fram í áætlun sinni um Flóaáveituna,
ódýrasta aðferðin og vinnudrýgsta til þess að auka heyaflann.
Þegar því þess er gælt, að kaupgjald hefir mjög hækk-
að á síðari árum og að búast má við að það kunni enn
að hækka, er bersýnilega mikil nauðsyn á að hraða því,
að slægjulöndin i landinu verði sem víðast vélfær hið
bráðasta að hægt er.
En auk áburðarsparnaðarins á áveituföndunum og á-
burðaraukans til túnræktarinnar, sem þeim er samfara, eru
áveitur ódýrasta aðferðin til þess að gera sfægjulöndin vél-
fær og sú einasta er enn hefir verið framkvæmd á útjörð.
Af ofangreindum .ástæðum telur því nefndin brýna
nauðsyn á því, að búnaðarþingið og féiagsstjórnin beitist
af aleíli fyrir því, að áveitumálum ísiands verði sem mest-
ur gaumur gefinn á næstu árum.
Viðsvegar á landinu eru viðáttumiklir landflákar, þar
sem vitaniegt er að gera má ódýrar áveitur svo arðber-
andi, að engin jarðrækt hér á landi kemst í hállkvisti þar við.
En áveitur í stærri stif verða svo sem kunnugt er ekki
framkvæmdar nema undan séu gengnar nákvæmar mæl-
ingar og uppdráttur aí áveitusvæðinu ásamt áætlun um
verkið. En þessi störf verða að iramkvæinasl af sérfróð-
um manni og sem vönustum því starfi, með þvi að slíkir
menn eru bæði ffjótvirkari og afkastameiri og því jalnað-
arlegast ódýrari en viðvaningar, auk þess sem það gefur
meiri tryggingu fyrir því, að verkið sé vei al hendi leyst
og mælingarnar nákvæmar og ábyggilegar.
Vegna þessara starfa, sem brýn þörf er á að fram-
kvæmd verði sem fyrst víðsvegar á iandinu, telur nefndin
ekki síður en síðasla búnaðarþing nauðsyn á því, að feng-
inn verði vatnsvirkjafróður maður i þjónustu búnaðarfé-
fagsins eða landsstjórnarinnar, ef alþingi er það ljúfara,
með þvi að mestu skiptir að störf þau, er hér um ræðir,