Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 306
302
BÚNAÐARRIT
jað er á sjálfum framkvæmdunum. En hvötin til fram-
kvæmdanna vaknar þá fyrst fyrir alvöru, er menn eiga
þess kost, að gera sér glögga grein fyrir fyrirtækinu, kostn-
aðinum við það og þeirri hagsmuna von, sem er i aðra
hönd. Iin að þeim mælingum undanskildum, er Talbitzer
og Sigurður Thoroddsen hafa haft með höndum, mun sú
hafa orðið raunin á um þær mælingar, sem búnaðarfélagið
hefir látið gera, að þær eru sama sem ógerðar alstaðar
þar, sem ekkert liefir enn orðið úr framkvæmdum, vegna
þess að engir upþdrættir hafa verið gerðir eða önnur þau
gögn eru fyrir liendi, er geymi mælingarnar.
Hefir því víða verið mælt fleirum sinnum fyrir sömu
áveitunni algerlega af nýju að öllu leyti í hvert sinn. Sama
verkið hefir þannig verið margunnið, er ekki hefði átt aö
þurfa að vinna nema einu sinni.
Hvað sem gert kann að verða við tillögur nefndarinnar
um að fá vatnsvirkjafróðan mann í þjónustu félagsins, tel-
ur nefndin að ekki megi þó ininna vera en að framvegis
verði gengið svo frá við mælingar þær, er félagið Iætur
gera, að hafa megi þeirra full not nær sem vill.
Loks má benda á það, að þar sem varið er jafn-miklu
fé eftir atvikum og gert er til ókeypis leiðbeininga í búnað-
inum, þá er það naumast vansalaust, að ekki skuli vera
séð fyrir því, að völ sé á sérfróðum manni og fullhæfum
til þess að starfa fyrir þá grein jarðræktarinnar, er mestu
skiptir nú fyrir landið i heild sinni.
Mætti nefna þess mörg dæmi, að margur hefir fram að
þessu beðið mikið tjón við það, að leiðbeiningar þær, er
látnar liafa verið í té um sjálf vatnsvirkin, liafa ekki veriö
sem skyldi.
Að öllu þvi athuguðu, er nú heíir verið tekið fram, vill
nefndin leyfa sér að gera eftirfarandi tillögur:
1. Búnaðarþingið skorar á alþingi að veita nægilegl
fé lil þess, að vatnsvirkjaíróður maður verði fenginn í þjón-
ustu landsins, og felur félagsstjórninni að gera tillögur til
þingsins um þá fjárhæð, er hún telur nauðsynlega í
þessu skyni.
2. Búnaðarþingið felur félagsstjórninni að gera mæl-
ingamönnum félagsins eftirleiðis að skyldu að gera upp-
drált að mælingum sínum eða ákveða þær svo á annan