Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 310
306
BÚNAÐARRIT
6. Um verðlaunabeiðni Sigurðar Ólafssonar á Hellulandi
leggjum vér til, að félagsstjórnin láti í sumar reyna
»rakstrarkonuna« á nokkrum stöðum, og þá er fengnir
eru vitnisburðir um þá reynsiu, skeri félagsstjórnin úr,
hvort svo mikil og almenn gagnsmunavon sé að áhaldi
þessu, að ástæða sé til að veita verðlaun fyrir, og til-
taki hún þá verðiaunaíjárliæðina.
7. Vér álítum rétt að mæla með þvi, að alþingi veiti þeim
Ragnari Ásgeirssyni og Sigmari Bergsteini Guttorms-
syni styrk tii náms á garðyrkjuháskóla. Peir hafa báðir
mjög góða vitnisburði, og ekki er vanþörf á, að þeim
mönnum fjölgi, er færir eru um að vera til hvatningar
og leiðbeiningar í þeim efnum. Þess skal getið, aö
búnaðarfélagið hefir þegar heitið Sigmari 200 kr. styrk
til þessa náms.
!). Frá búfjárræktariiefml.
Nautgriparæktin.
Bein alhugun arðseminnar er eini öruggi mælikvarð-
inn fyrir öllu vali dýra til kynbóta.
Með fóður-og mjólkurskýrslum er þessi athugun fram-
kvæmd, en þetta mikilsverða starf nautpriparæktarfélag-
anna kemur því að eins að nolum, að menn færi sér þá
þekkingu í nyt, er skýrslurnar hala að gcyma.
Nefndin telur því æskilegt, að það sé athugað, hver
vöntun sé á því, að skýrslurnar séu notaðar í framkvæmd-
inni, og liver ráð verði fundin til að fá bændur víðar en
orðið er til þess að lialda fóður- og mjólkurskýrslur og
færa sér þær í nyt, þannig að sett sé á undan arðsömuslu
gripunum, en þcim gripum lógað, er lélegastir eru.
Sauðfjárrækt.
Nefndin leggur til:
1. Að tekið sé til ihugunar, liver ráð séu til að fá bænd-
ur alment til að halda fóðurskýrslur fyrir sauðlé, og
livort ekki muni vera tök á, að slíkt skýrsluhald yrði
tekið upp í sambandi við nautgriparæktarlélögin og:
eftirlitsmenskuna, sem þeim er samfara, eða á annan hátt-