Búnaðarrit - 01.01.1913, Side 312
308
BÚNAÐARRIT
síðasta búnaðarþingi og taldi sem meðmæli með Mikla-
vatnsmýraráveitunni, vegna þeirrar þýðingar, er slikar til-
raunir gætu haft fyrir Flóa- og Skeiðaáveituna og aðrar
þær áveitur, er gerðar kynnu að vera í framtíðinni.
Nefndin væntir þess, að félagsstjórnin fái auðveldlega
bætt úr þessu. Jafnframt gengur hún að þvi vísu, að fé-
lagsstjórnin hafi áformað tilraunir um notkun vatns til
áveitu og að hún í því skyni muni verja nokkru af því fé,
sem ætlað er til ræktunarfyrirtækja.
En nefndin leggur álierzlu á að byrjað verði á áveitu-
tilraunum hið bráðasta að hægt er, ef ekki í Miklavatns-
mýri, þá einhversstaðar annarsstaðar þar sem því yrði
við komið.
í þessu sambandi vill nefndin benda á það, að á síðari
árum hefir verið varið meira og minna fé til lúnræktunar-
tilrauna og lilrauna í grasrækt og skóggræðslu, en ekki
einum einasta eyri til áveitutilrauna. Er þó vitanlegt, að
liér er um að ræða einhver hin þýðingarmestu og arðvæn-
legustu ræktunarfyrirtæki í landinu, eins og bent liefir verið
á í áliti nefndarinnar um vatnsvirkjafræðing. Ilér við bæt-
ist, að vitanlegt er orðið, að hin erlenda reynsla og til-
högun um notkun vatns, er stuðst hefir verið við, miðast
við alt annan gróður en þann, er aðallega er leitast við að
auka og bæta með áveitu liér hjá oss. Þegar þetta er at-
hugað í sambandi við þá fjárhagslegu þýðingu, er vænta
má að auknar áveitur geli liaft fyrir þjóðina, er bersýni-
legt, að áveitutilraunir liljóta að vera einhverjar hinar
þýðingarmestu.
Þessi verður þá tillaga nefndarinnar:
Búnaðarþingið skorar á félagsstjórnina að gangast fyrir
því, að þegar í liaust, eða svö fljótt sem hægt er, verði
byrjað á framkvæmdum til áveilutilrauna.
11. Prá rœktiiiiíirnefnd. Um l’lóaávoltu og Skeiðaáveitu.
Út af beiðninni um nýjar mælingar fyrir Flóa- og
Skeiðaáveituna, liefir nefndin reynt að glöggva sig lítillega
á því máli.
Thalbitzer gerði ráð fyrir tvöföldu skurðakerfi, annars-