Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 335
BÚNAÐARRIT
331
blönduðu. Tilraunareitirnir voru 3x3 faðm. kvaðratmynd-
aðir og 1 fets breiðar götur á milli. Tilraunin var höfð
tvöföld. í sumar kom grasfræið upp, en árangurinn sést
þó ekki fyr en síðar. Nokkru af höfrum var sáð með gras-
fræinu í reitina.
6. í landið umhverfis húsið ofan við veginn var sett
niður allmikið af ýmsum runna- og trjátegundum: rips,
sólber, rejmir, birki, fura, lævirkjatré og rósir. Flestar
plönturnar döfnuðu allvel nema furan, sem visnaði og dó
mestöll. Pá var og sett þar niður nokkuð af blómplöntum.
Ennfremur var þar sáð rótum í sömu reitina og sið-
astliðið ár og spruttu þær mjög vel, enda sá hluti landsins
myldinn og moldarmikill.
t alla tilraunastöðina var borinn allmikill áburður.
Rar sem rófum var sáð útlendur og innlendur, en i þann
hluta landsins, sem höfrum og byggi var sáð, var aðeins
borið nokkuð eitt af útlendum áburði og þara, þar sem
jarðvegurinn var grunnur og leirkendur.
Síðari hluti sumarsins var mjög votviðrasamur. Kom
það þá í ljós, að endurbæta þurfti þar framræsluna, því
að þótt stöðin sjálf sé víðast hvar allvel ræst, þá er hlíðin
ofan við sí-rök og sígur vatnið of'an í stöðina ofan á lok-
ræsunum. Rað þarf þvi að gera djúp og vel fylt malarræsi
ofan við alla stöðina, til þess að taka á móti vatni því,
sem kemur úr hliöinni.
Retta ár voru seldar afurðir úr tilraunastöðinni fyrir
frekar 300 kr.
Mestu erflðleikunum við tilraunastöðina mun nú lokið.
Hefir nú verið sáð í nærfelt alt landið og það rull, plægt
og horið í það. Allvíða er jarðvegurinn einnig orðinn svo
unninn, að hægt er að ætlast til þess, að i honum geti
þrifist matjurtir og annar gróður.
Hannes Jónsson.