Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 337
BÚNAÐARRIT
333
búin áburðareíni, en þörfinni verður eigi fullnægt vegna
þess hve dýr hann er. Hvert kerruhlass kostar á staðnum
liátt upp í krónu.
Á nokkurt svæði var borinn bæði búsdýraáburður og
tilbúin áburðarefni, og varð sprettan þar til muna bezt. Til-
búnu áburðarefnin voru: súperfosfat, kalí og Chilisaltpétur.
Sáning. Nokkru af gulrófum var sáð í vermireiti, bæði
lieita og kalda. Var sáð í köldu reitina 10. mai, en 14. s.
m. í þá heitu.
Reitasáning lengir vaxtartímann liér að mun, en er þó
miklum annmörkum bundin. Venjulegir vorþurkar eru
ætíð bj'rjaðir hér áður útplöntunarfært sé úr vermireit, en
vatnsleiðsla er engin i stöðinni, og vökvun á stórum svæð-
um því óframkvæmanlegt verk. Kcmur því jafnan mikill
kyrkingur í útplöntunina af vatnsskorti.
Eftir fenginni reynslu hér má óliætt telja köldu reitina
heppilegri — plöntur þeirra liraustari — en liinsvegar jafn-
vissar að lifa í reitunum mcð góðu eftirliti. í heitu reit-
unum urðu plönturnar of bráðþroska — útplöntunarhæfar
þrem vikum síðar en sáð var — en hinsvegar mjög við-
kvæmar, og það því meir sem reitirnir eru lieitari.
Miklum meiri hluta gulrófnanna var sáð án þess vermi-
reitir væru notaðir. Meginhluta þeirra var sáð dagana frá
22. maí til 25 s. m. Eigi var sáð nema tveim tegundum
gulrófnafræs: islenzku frá Rvík og Bangholmsfræi frá Danm.
Kartöflur voru settar niður dagana frá 25. maí til 30.
s. m. Fjórar tegundir voru reyndar.
Nálega tveir þriðju hlutar stöðvarinnar voru ósánir í
mailok. Var þá unnið að þurkun þess svæðis, og jafnframt
sáð og plantað i hvern þann blett, sem undirbúinn varð.
Var sáningu þannig lokið 15. júní. Var þá löngu byrjuð
þurkatið, og þraut ekki fyr en um miðjan júli. Fræ spír-
aði því seint og misjafnt, en útplöntun misti vaxtar. í
helming hins siðbúna lands var sáð höfrum. Þeim var
sáð 14. júní. í hinn lilutann sáð að mestu næpum og
plantað gulrófum. Sjö næpnategundir voru reyndar.
Trjátegundir voru engar settar í stöðina, enda það alt
eytt af geitfé, sem áður var komið. Að þessu sinni varð
þvi eigi við komið að tryggja stöðina fyrir þessum ágangi,