Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 8
o
BÚNAÐARRIT
Kann ég báðum þessum mönnum alveg sérstakar þakkir
fyrir hið mikla starf, sem þeir hafa Iagt af mörkum í
ritverk þetta.)
Vmsir aðrir hafa og lesið handritið yfir og bent mér á
það, sem betur mætti fara, þar á meðal skólastjóri Halldór
Vilhjálmsson á Hvanneyri, kennari Þórir Guðmundsson
s. st., Guðmundur Jónsson, bóndi á Hvítárbakka, Pálmi
Einarsson ráðunautur o. fl. Kann ég þeim þakkir fyrir.
Eg geri mér því vonir um, að búreikningaform þetta
sé sæmilega gott, að það sameini einfaldleik og ná-
kvæmni. Hitt veit ég, að um ýmislegt má deila, sem hér
er framsett, og allar líkur eru til þess, að við notkun
þess komi fram gallar, sem síðar má bæta úr.
Eg geri ráð fyrir, að ýmsum þyki tvöfalda bókfærslan
erfið, en hún hefir svo mikla kosti fram yfir einfalt bók-
hald, að ég tel næstum ógjörning að færa sundurliðaða
búreikninga með því síðarnefnda, en þar af leiðandi
verður færslan og uppgjörið svo erfitt, að búast má
við, að það sé ekki á bænda færi almennt að inna það
vel af hendi; án tilsagnar.
Þeim, sem nota form þetta og finna á því galla, væri
ég þakklátur, ef þeir sendu mér athugasemdir sínar.
Inngangur.
I. Söguágrip o. fl. Fjölda margir búnaðarfrömuðir
þjóðar vorrar hafa, á ýmsum tímum, rætt og ritað um
búreikninga. Má þar m. a. nefna: Skúla Magnússon
landfógeta, Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, Magnús
Ketilsson, sýslumann í Búðardal, Torfa Bjarnason í Olafs-
dal, Hermann Jónasson, skólastjóra á Hólum, þá ráðu-
nautana Sigurð Sigurðsson og Pál Zóphóníasson o. m. fl.
Allir þessir menn eru sammála um þýðingu búreikninga
og nauðsyn, og hvetja bændur til þess að færa þá.
Sumir þeirra héldu og búreikninga sjálfir, t. d. Skúli,
Björn og Torfi.