Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 13
BÚNAÐARUIT
7
menn ekki í neinum vafa um, þá er sú þörf margfalt
meiri nú á 20. öld.
Hugsum oss kaupmann, sem ekki héldi neinn reikn-
ing yfir verzlun sína. Hann mundi varla vera talinn
með réttu ráði. Líkt er þeim bónda farið, sem engan
reikning færir yfir búsrekstur sinn. Eða hugsum oss að
kaupmaðurinn héldi einn heildarreikning yfir öll við-
skipti sín, en engan sérreikning við hvern viðskipta-
mann. Við áramót gæti hann séð, hvort verzlun hans
hefði grætt eða tapað á árinu, en hann hefði enga hug-
mynd um það, hverjir af viðskiptamönnunum hefðu borgað
upp skuldir sínar og hverjir ekki, vissi ekkert á hverjum
hann hefði grætt og á hverjum tapað.
Þannig er ástatt hjá þeim bónda, sem færir einn reikn-
ing yfir búsheildina, en engan fyrir einstakar búsgreinar.
Bóndinn er kaupmaður. Búgreinarnar eru viðskipta-
aðilar hans. Og til þess að fá vitneskju um hver við-
skipta-aðillinn er beztur, þarf að hafa reikning við sér-
hvern þeirra.
III. Kennsla í búreikningsfærslu. Jafnvel þótt
hentug búreikningaform væru til, er þess ekki að vænta,
að fjöldinn af bændum geti fært sér þau í nyt tilsagnar-
laust. Til þess að kenna mönnum og leiðbeina í færslu
búreikninga, má einkum nota þrjár aðferðir:
1. Kennsla í færslu búreikninga á bændaskólum eða
sérstöknm námsskeiðum. Sá er aðal-kostur við þessa
aðferð, að hún miðar að því að gera bændur algerlega
einfæra um að færa og gera upp búreikninga, án utanað-
komandi hjálpar. Þetta er að mörgu leyti æskilegt. En
hinsvegar er það mjög örðugt með bóklegu námi ein-
göngu að kenna búreikninga svo, að allir, eða a. m. k.
fjöldinn, verði á eftir einfærir um búreikningsfærslu. Þó
hygg ég að þetta væri hægt á bændaskólunum, ef að þar
væru haldnir búreikningar, sem nemendur gætu fylgst
með, helzt allt árið. Reynslan hefir líka sýnt það er-
lendis, að að eins fáir af nemendum búnaðarskóla, þar