Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 14
8
BÚNAÐARRIT
sem búreikningar eru kenndir, notfæra sér þá í búskap
sínum.
Með þessum hætti væri það einnig örðugleikum
bundið, að fá almennar niðurstöður út úr búreikning-
unum, þar eð bændur yrðu sennilega ófúsir á að láta
þá af hendi, enda færsla og uppgjör sitt með hverjum
hætti, þótt aðal-formið væri hið sama, og því erfitt að
samrýma þá. Hætt er líka við að niðurstöðurnar yrðu
stund'um rangar, sakir vankunnáttu. — Tiltölulega betri
árangurs mætti vænta af sérstökum búreikninga-náms-
skeiðum, því að þangað mundu vart sækja aðrir en þeir,
sem hefðu áhuga fyrir búreikningahaldi og ætluðu sér
að nota þá í framtíðinni.
2. Búreikninga-skrifstofur hafa verið stofnaðar í ýms-
um löndum, t. d. Danmörku, Noregi o. v. Þær senda
bændum sem vilja færa búreikninga undir eftirliti þeirra,
eyðublöð eða form, til þess að færa í dagleg viðskipti.
Þau eru síðan send skrifstofunni aftur og þar eru bú-
reikningarnir gerðir upp og riiðurstöðurnar sendar bænd-
um. En jafnframt er unnið úr þeim og gefin út heildar-
skýrsla um hinar almennu niðurstöður, svo sem fyrr er
sagt. Með þessu er fengin trygging fyrir því, að bú-
reikningarnir séu rétt gerðir upp og allir á sama hátt.
Þeir verða því sambærilegir og auðvelt að vinna úr
þeim fyrir heildina.
Á hinn bóginn er það galli, að bændur fylgjast ekki
með, hvernig búreikningar þeirra eru gerðir upp. Það
er því ekki ósennilegt að frekar sé hætt við skekkjum
í daglegri reikningsfærslu, að hún verði ekki jafn auð-
skilin, og niðurstöður búreikninganna tæplega eins nota-
drjúgar og þegar bóndinn gerir þá að öllu leyti sjálfur.
3. Búreikninga-félög. Nokkrir bændur, t. d. 15—30,
bindast samökum um að halda búreikninga. Til þess að
leiðbeina og hjálpa til við reikningsfærsluna, ráða þeir
til sín mann, sem hefir þekkingu á þessu sviði. Hann er
á stöðugu ferðalagi milli þeirra, kemur til sérhvers þeirra