Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 17
B Ú N A Ð A R HIT
11
um við að leggja allt kapp á að fá sem allra fyrst, og
þegar bændur hafa stofnað með sér búreikningafélag,
þá er ég þess fullviss, að engum mun finnast það
óframkvæmanlegt, jafnvel heldur ekki mjög mikið starf.
Aðalatriðið við búreikningsfærslu er að vera reglusamur
og aðgætinn, geyma það aldrei til morguns, sem heyrir
til deginum í dag. Þá munu menn brátt komast að raun
um, að hún er lítið annað en hirðusemi. Menn þurfa að
læra að líta á búreikningsfærsluna, sem eitt af hinum
daglegu nauðsynjastörfum, eins og að þvo sér og borða.
Og ég hygg að daglegar búreikningsfærslur á meðal-
heimili muni ekki taka lengri tíma en svo sem venjuleg
máltíð, og þá er auðsætt að jafnvel einyrkjar geta leyft
sér, tímans vegna, að viðhafa slík skrifstofustörf svo sem
10 —15 mínútur á hverjum degi.
Áður en ég skilst við þennan kafla vil ég nefna
nokkur dæmi upp á það, hversu bændur yfirleitt eru
fáfróðir um búskaparháttu sína, hvernig þeir oft og einatt
láta vanann og tízkuna sitja við stýrið, í stað hald-
góðrar reikningsfærslu, sem er hinn lryggastj grund-
völlur, þegar gera skal áætlun fyrir framtíðina.
Á síðustu árum hefir, eins og kunnugt er, allvíða
orðið veruleg stefnubreyting í framleiðslu bænda, mjólkur-
framleiðslan aukist á kostnað sauðfjárræktarinnar. Það
má telja fullvíst, að þessi breyting hefir sumstaðar, og
ef til vill víðast, verið réttmæt og til hagsbóta fyrir
bændur. En hversu víðtæk á þessi framleiðslubreyting
að verða? Og hvar á mjólk að vera aðal-framleiðslan
og hvar ull og kjöt? Þetta er undir markaðs- og
náttúruskilyrðum komið, en það er ekki unnt að fá
ábyggilega fræðslu um þessi atriði, nema með því að
halda búreikninga.
Þá skal minnst á annað atriði, en það er saman-
burður á túnrækt og engjarækt. Fyrir og um síðustu
aldamót var mikill áhugi fyrir áveitum hér á landi, en
nýrækt mjög lítil. Nú vilja margir snúa þessu alveg við,