Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 26
BÚNAÐARRIT
20
umbætur gera á jörðum sínum og meta þær eftir kostn-
aðarverði, komast bráðlega alltof hátt með fasteignamat
sitt, því að reynslan sýnir, að jarðir hækka ekki í verði
í hlutfalli við dýrleika þeirra umbóta, sem á þeim eru
gerðar. Þeir bændur, sem mikið gera á jörðum sínum,
verða því að afskrifa árlega mikið af verði þeirra, til-
tölulega meira en hinir, sem lítið gera.
Nokkuð má lagfæra þetta með því, að láta jarðabóta-
styrkinn koma upp í kostnaðarverð umbótanna, þannig
að bókfært verð þeirra lækki sem honum nemur. Er það
gert hér að aftan.
Fyrninguna má bókfæra á tvennan hátt. Það má draga
hana frá áður en jarðarverðið er fært inn í eignalistann.
En það má einnig færa hana þar sem sérstakan lið, sem
fer árlega hækkandi og dregst þar frá jarðarverðinu.
Þetta hefir þann kost, að þá veit maður ávallt, hversu
mikið hefir verið skrifað af eigninni.
Deila má um það, hvort virða beri fasteign, búfé og
annað tilheyrandi búinu eftir markaðsverði á hverjum
tíma eða láta markaðssveiflur lítil eða engin áhrif hafa
á virðinguna. Fleiri munu þó hallast að hinu síðarnefnda
og segja sem svo: Bóndi, sem hefir gert búskap að lífs-
stöðu, hann mun ekki selja bú sitt, þótt það hækki í
verði. Raunveruleg varanleg eign hans breytist því ekki
í hlutfalli við markaðssveiflurnar. En miklar sveiflur í
virðingu búsins mundu valda óeðlilegum breytingum í
ársarðinum, sem ekki væru að öllu leyti raunverulegar.
Þó má taka tillit til gangverðs eða nota það með því
móti, að færa verðbreytinguna sérstaklega og er það gert
hér með sauðfé. Rétt er þó að draga úr snöggum og
miklum verðbreyfingum. Og þegar menn byrja að meta
bú sín á óstöðugum tímum, má taka tillit til fleiri ára.
Hvað fasteignina snertir, mun vera hyggilegast að
halda sér í nánd við fasteignamat á hverjum tíma.
I efnahagsbókinni hér að aftan er gengið út frá, að
gangverð sé óbreytt, verðið því það gama árið 1930 og