Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 30
24
BÚNAÐARRIT
Nú er það ekki mögulegt fyrir hvern einstakan bónda,
að vega búfjáráburðinn, né heldur að fá vitneskju um
næringarefnamagn hans eða notagildi þess. Þetta verður
því að áætla og skal nú vikið nokkuð að því.
1. Áburðarmagnið. Það má fara nærri um það á fleiri
vegu:
a. Þegar áburðinum er ekið út, má telja kerruhlössin,
vigta nokkur hlöss og áætla magn áburðarins efíir því.
Þetta er sjálfsögð aðferð, þegar meta skal, hvað tún eða
garðar taka á móti og búféð lætur af hendi. En þegar
meta skal forða áburðar, t. d. við uppgjör búreikninga,.
þá verður að nota aðrar aðferðir.
b. Aburðarmagnið má áætla eftir fóðurmagninu, sem
eyðist í búféð. Fæst það á þann veg, að þurefni fóðurs
er margfaldað með vissri tölu, mismunandi fyrir hinar
einstöku tegundir búfjár:
Fyrir nautgripi er margfaldað með 3,0
— hesta - —> — 2,5
— sauðfé - — — 2,0
Þessar tölur eru að vísu útlendar, en þær virðast ekki
fjarri lagi hér á landi, ef til vill helzt til oflágar. Dæmi:
Kýr étur 30 hesta (100 kg) yfir veturinn og í því eru
85°/o þurefni = 2550 kg þurefni; 2550 X 3 = 7650
kg af áburði yfir veturinn. Auk þess þarf að áætla sum-
armykjuna, sem mun vera nálægt 20 kg á dag, þar sem
kýr Hggja inni hjer um bil 1/2 sólarhringinn. Sé útivist-
artíminn 4 mánuðir = 120 dagar, fæst 120 X 20 =
2400 kg. Alls verður þá ársmykjan 7650 + 2400
10050 kq. Með því vetrarfóðri, sem hér að ofan er áætl-
að — 30 hestar = 12,5 kg af töðu á dag, verður dags-
mvkjan ca. 31 kg á dag. A líkan hátt má áætla sauða-
tað og hrossatað, þótt það verði örðugra, þar sem beit
er notuð.
2. Efnamagn áburðarins er ákaflega misjafnt. Fer það
einkum eftir fóðri, áburðartegund og afurðum. Því mið-
ur vantar, að nógu mörg sýnishorn af íslenzkum búfjár-