Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 31
BÚNAÐARRIT
25
áburði hafi verið efnagreind, til þess að hægt sé á því
að byggja. Höfum við enn þá ekki annað betra að
miða við en tölur þær eftir Dirks, sem Sig. Sigurðsson
notar í bók sinni: Um áburð.
Skal nú sýnt, hvernig verðgildi kúamykju er fundið,
miðað við verð á tilbúnum áburði.
Efnamagn mykjunnar í °/o eða kg í 100 kg mykju:
Köfnunarefni (N2) 0,38
Fosforsýra (P2O5) 0,11
Kalí (K2O) 0,46
Samkvæmt verði á tilbúnum áburði 1932 mun mega
meta jurtanærandi efni í heimfluttum áburði þannig: Köfn-
unarefni kr. 1,24, fosforsýru kr. 0,44 og kali kr. 0,37, allt
miðað við 1 kg. Þá reiknast verð á 100 kg mykju þannig:
0,38 X 1,24 = 0,47 kr.
0,11 X 0,44 = 0,05 —■
0,46 X 0,37 = 0,17 —
Alls 0,69 kr.
3. Notagildi áburðarins. Jurtanærandi efni búfjáráburð-
ar hafa minna notagildi en þau hafa í tilbúnum áburði.
Samkvæmt dönskum lilraunum er notagildið ekki nema
50— 60 o/o og er það fráleitt hærra hér. Verðgildið verð-
ur þá ca. kr. 0,35—0,40 pr. 100 kg kúamykju. Þar
af fer nokkur hluti í vinnu við ávinnslu o. fl., svo að
varla mun hægt að meta hver 100 kg meira en kr. 0;30
eða ársmykjuna á kr. 30,00, ef gert er ráð fyrir 10000
kg undan kúnni og sæmilegri geymslu.
Hvernig virða beri hrossatað og sauðatað í hlutfalli
við þetta má deila um. I eðli sínu er kúamykjan lakasti
áburðurinn, þegar fóðrið er svipað. En víða er hrossum
gefið það lakara fóður, að áburður þeirra mun sízt betri
en kúamykja, en sauðataðið bezt. Torfi Bjarnason í Olafs-
dal virti 100 kg af búfjáráburðartegundum þannig: Kúa-
mykja 40 aura, hrossatað 48 aura og sauðatað 54 aura.
Einhverjum kann að virðast það einkennilegt, að ég