Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 32
‘26
B Ú N A Ð A R R I T
virði áburðinn lægra en Toríi gerði fyrir síðuslu alda-
mót, en þetta liggur í því, að tilbúinn áburður er nú
sízt hærri en þá og svo tek ég tillit til ávinnslunnar.
Að öllu þessu athuguðu legg ég til, að miðað sé við
þessar tölur, verð á 100 hg áburðar:
Af kúamykju og hrossataði kr. 0,30
— sauðataði — 0,40
Allar tölurnar eru miðaðar við sæmilega áburðar-
geymslu.
Þar sem bæjarforir eru, má virða innihald þeirra nokk-
uð, t. d. kr. 3,00—5,00 fyrir hvern heimilismann, þar
sem safnað er salernisáburði og nokkru af ba>jarskólpi.
7. Eldsneyti. Kol ber að virða eftir kaupverði + flutn-
ingi, en mó eftir framleiðsluverði. Þarf ekki að reikna
hann sérstaklega, heldur skrifa vinnu við hann hjá mat-
reiðslu. Hins vegar er fróðlegt að athuga, hvað mórinn
er dýr til samanburðár við kol. Má þá reikna með, að
af meðalgóðum mó þurfi 2^2 kg á móti 1 kg af kolum
(mismunandi frá 1,7 upp í 6 kg eftir gæðum mós og
kola).
Sauðatað til eldsneytis má virða eins og til áburðar.
Skrifast þá vinna við þurrkun þess hjá matreiðslu, en
sauðféð ber útflutning þess. Gera má ráð fyrir, að ca.
2,2 kg af sauðataði jafngildi til brennslu / kg af kolum.
V. Skipting búsins í búgreinar.
Þess er áður getið, að við sundurliðaða búreikninga
er búinu skipt niður í fleiri eða færri búgreinar og hald-
inn sérreikningur fyrír hverja þeirra. Hversu víðtæk þessi
skipting eigi að vera og á hvern hátt getur að nokkru
leyti verið á valdi hvers eins. í eftirfarandi búreikninga-
formum er sjálfu búinu skipt niður í 7 búgreinar: Sauð-
fé, kýr, hross, tún, engi, garða og nýrækt. Auk þess
koma til greina 5 liðir, sem eru nauðsynlegir: Fasteign,
verkfæri, matreiðsla, húsgögn og eigandi. Auk þess eru
auðir dálkar fyrir þá, sem vilja hafa búgreinarnar fleiri,