Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 37
BÚNAÐARRIT
31
hvor leiðin er nofuð. Báðar byggjast á vandasömu mati.
Og það er í raun og veru alveg jafn mikill vandi að skipta
leigunni rétt milli búgreinanna eins og eigninni sjálfri, því
að þegar maður ákveður leiguna, er um leið ákveðinn sá
höfuðstóll, sem leigan á að borgast af. Spurningin verður
þá að eins: Hvor leiðin verður hentugri í framkvæmd.
Eg hefi valið síðari leiðina, af þeim ástæðum, er nú
skal greina:
Þegar fyrri leiðin er farin — að skipta eigninni sjálfri
milli búgreinanna — þá verður ekki hjá því komist, að
bvilík skipting verðuv að framkvæmast oft á ári. Þegar
t- d. gert er við bæjarhús, verður sú viðgerð — efni og
vinna — að skiptast strax milli þeirra búgreina, sem
nota bæjarhúsin að einhverju leyti, en það gera þær
flestar eða allar. Sé sett upp eða gert við girðingu um
engi og beitiland, verður strax að jafna þeim kostnaði
niður á þær búgreinar, sem nota engið og beitilandið.
Sé keypt eða gert við sláttuvél, verður sá kostnaður að
skiptast milli tún- og engja-reiknings í hlutfalli við'það,
hve mikið hver þeirra notar sláttuvélina, og þannig mætti
lengi telja. Þvílík stöðug niðurjöfnun mundi þreyta menn
og verða þung í vöfum.
Þegar leiguaðferðin er notuð, er þessi skipting að eins
framkvæmd einu sinni á ári — við uppgjör búreikninga
— þegar leigan er ákveðin fyrir hverja búgrein. En til
þess að það sé hægt, þarf að halda sérreikning fyrir
fasteign, verkfæri og húsgögn. I þá er færður sá kostn-
aður, sem orðið hefir á árinu.og eignabreytingar. Hafi
f- d. verið gert við hús (hvaða hús sem það eru), girð-
'ngar, vegi o. s. frv., skrifast það allt á reikning fast-
eignar. Þegar gert er við verkfæri eða ný keypt, þá er
það fært á verkfærareikning. Ef gert er við húsgögn
eða ný fengin, kemur það á húsgagnareikning 0. s. frv.
Ennfremur koma til greina rentur af innstæðu og eigna-
breytingar. Hér er næstum ávalt um kostnað að ræða,
örsjaldan tekjur, t. d. seldir munir.