Búnaðarrit - 01.01.1933, Side 40
34
BÚNAÐARRIT
en ekki virða hóp af ósamstæðum hlutum upp á slump.
Það verður aldrei nákvæmt.
Nokkrar línur þurfa að vera audar við hverja bú-
grein, til þess að færa í þá hluti, sem við bætast ár-
lega og ekkert var til af áður.
Þess skal getið, að í sýnishorninu af efnahagsyfirliti
hér að aftan er eignin víðast ekki eins mikið sundur-
liðuð og þyrfti, né heldur nægilega margar auðar línur
hjá hverri búgrein, enda er það að eins stytt sýnishorn.
Búreikningarnir, sem birtir eru hér að aftan, eru mjög
ófullkomnir, enda að eins ætlaðir sem sýnishorn. Þeir
eru tilbúnir. Færslurnar eru að eins fáar, verðið sett
nokkuð af handahófi, en þeir ættu samt að geta orðið
til leiðbeiningar um færslu og uppgjör reikninga.
Um efnahagsyfirlitið skal þetta enn tekið fram:
Verð fasteignar er látið halda sér, bætt við það um-
bótum, en dregin frá fyrning. I/erkfæri, matreiðsluáhöld
og húsgögn eru virt lægra seinna árið og þannig tekið
tillit til fyrningar á þeim, og líkt er að segja um naut-
gripi og hesta. A sauðfénu hefir aftur á móti orðið
verðlækkun og skal nú sýnt, hvernig það er reiknað út,
því að það verður fært á öðrum stað, eins og síðar
skal sýnt.
Á ám 1—6 vetra hefir verðið fallið um kr.. 3,00 á
hverri. Þeim hefir fjölgað um þrjár. Spurningin er nú
hvort reikna beri verðfallið á 77 eða 80 ám. Þar sem
fjölgunin telst frá haustinu og hefir orðið við það, að
gemlingar voru teknir upp í ærflokkinn (þremur fleiri
en úr honum gengu), þá virðist réttast að miða við fyrri
töluna 77, og verður þá verðfall áíina 77 X 3 = kr. 231,00.
Líkt má segja um ær 7 vetra og eldri. Þar er verðlækk-
unin einnig kr. 3,00 eða kr. 45,00 alls. Hrútarnir hafa
lækkað hver um kr. 5,00, alls kr. 15,00. Gemlingarnir
hafa hver lækkað um kr. 2,00, en þeim hefir fækkað
um þrjá. — Þá er miðað við síðari töluna, 19. Verð-
lækkunin verður 19 X 2 = kr. 38,00. Verðlækkun alls