Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 44
38
BÚNAÐARRIT
c. Röng fala skrifuð. Þá gott að hafa fylgiskjöl.
d. Gleymst einn eða fleiri liðir.
e. Týnt peningum eða peningar fengnir á óleyfileg-
an hátt.
Tvær fyrstu villurnar er hægt að leiðrétta með því,
að fara gaumgæfilega yfir reikninginn. Þriðja villan verð-
ur því að eins fundin, að fylgiskjöl séu fyrir hendi.
Fjórða vilian mun, eins og áður er sagt, vera algengust
og er því áríðandi að gera sér að fastri reglu að færa
sérhver peningaviðskipti strax inn í sjóðreikning eða í
minnisbók, ef sjóðbókin er ekki við hendina, og síðar
inn í hana. Hafi peningum verið týnt, rangt skipt eða
þ. u. 1., verður það venjulega ekki fundið.
Verði villan ekki fundin, skrifast hún sem »óvissar
tekjur* eða »óviss gjöld*. Hafi t. d. í dæminu hér að
framan ekki verið nema kr. 104,00 í sjóði, þá vantar til
kr. 2,50, sem skrifast í reikninginn sem óviss gjöld.
2. Sundurliðaður sjóðreikningur. í einfaldan
sjóðreikning eru viðskiptaliðir færðir í þeirri röð, sem
þeir koma fyrir í, hver innan um annan. Hann gefur
því ekki gott yfirlit yfir til hvers peningarnir eru not-
aðir eða hvaðan þeir koma. Að vísu er hægt að týna
upp þá verzlunaratburði, sem saman eiga og fá þannig
upplýsingar um flokkaskiptingu gjalda og tekna. En
miklu hægra er að nota sundurliðuð sjóðreikningsform,
þar sem tekjur og gjöld fyrst og fremst eru skrifuð í
heild og ruglingi eins og í einföldum sjóðreikning, en
einnig sundurliðuð í fleiri eða færri dálkum, sem strik-
aðir eru fyrir aftan einfalda sjóðreikninginn. Vfir þessum
dálkum standa nöfn þeirra flokka, sem menn vilja skipta
tekjum sínum og gjöldum í.
Bóndi, sem hefir aðallega peningaviðskipti, lætur
standa þar nöfn búgreina sinna og sjóðreikningur verður
fyrir hann nokkuð hið sama og dagbókin er fyrir flesta.
Á þennan hátt verður sundurliðuð sjóðbók óvíða notuð
hér á landi. Verkamenn og aðrir þeir, sem ekki eru