Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 63
BÚNAÐARRIT
57
einnig fyrir heimilisvinnu, sem fyrir hana fæst út á við.
Hér er notað framleiðsluverð.
Vinnuskýrsluforminu er skipt í -4 aðalflokka með
yfirskrift: karlmenn, kvenfólk, Iiðléttingar og hestar, en
fremst er dálkur fyrir mánaðardaga. Er ætlast til þess
að skýrslan sé færð daglega og sé unnið á sunnudögum,
ber einnig að færa það, ásamt fæðisdögum, í viðkom-
andi dálka. Færslan er auðveld. Daglega þarf bóndinn
að taka saman, hversu mikið hefir verið unnið í hverj-
um flokki, hjá hverri búgrein og alls, og færa þann tíma
í kl.stundum inn í viðeigandi dálka. Búgreinadálkarnir
eru 12, einn dálkur fyrir vinnu samtals og svo tveir
fyrir fæðisdaga. í forminu, sem sýnt er hér að aftan,
er gert ráð fyrir að bóndinn hafi vinnumann, kaupa-
konu og stálpaðan ungling, sem vinnur fyrir fæði sínu
hálft árið, auk konu sinnar. 5. júní er t. d. unnið sem
hér segir: karlmennirnir vinna samtals 20 kl.st., þar af
5 hjá matreiðslu, 5 fyrir húsgögn, 4 fyrir eiganda og 6
fyrir hross. Hjá búinu skrifast fæði þeirra beggja, en
auk þess hafa verið tveir næturgestir, sem ekki koma
búinu að neinu le'yti við. Skrifast þeir sem heilir fæðis-
dagar og færast í dálk eiganda. Þennan dag vinnur
konan 8 kl.st. fyrir matreiðslu og 2 hjá kúm (annars
vinnur hún oft lengur en 10 kl.st.). Fæði hennar skrif-
ast hjá búinu. Unglingurinn vinnur alls 6 kl.st., 2 hjá
kúm og 4 fyrir hross. Eigi að síður skrifast fæði hans
alveg hjá búinu, því að gert er ráð fyrir að hann fái
ekki kaup, en sé matvinnungur í 6 sumarmánuðina.
Hinn tíma ársins skrifast 'fæði hans hjá eiganda (sonur
hans í barnaskóla). Hestavinna 10 kl.st. fyrir hrossa-
reikning (t. d. hrossum smalað til að raka af þeim
o. þ. u. 1.). Sunnudaginn 7. júní vinnur húsfreyjan sín
vanastörf og unglingurinn hirðir fjósið, karlmenn vinna
ekki, en fæði þeirra er þó skrifað hjá búinu. Auk þess
eru færðir 5 fæðisdagar hjá eiganda (t. d. haldinn fundur).